Í ljósi óvenjulega aðstæðna bjóðum við úrval af helstu vinnustofum FranklinCovey í stafrænu fjarnámi via ZOOM. Fjarvinnustofur FranklinCovey verða haldnar í mars, apríl og maí – takmarkaður sætisfjöldi. Skráðu þig hér.
7 venjur til árangurs – grunnur
Vinnustofan færir þátttakendum nýja sýn og aðferðir til að auka árangur sinn á sviði tímastjórnunar, forgangsröðunar, markmiðasetningar, samningatækni, nýsköpunar, samskipta, áhrifa og ábyrgðar.
Á vinnustofunni læra þátttakendur að:
- Taka fulla ábyrgð á niðurstöðum.
- Koma auga á það sem skiptir mestu máli í vinnu þeirra og persónulega lífi.
- Forgangsraða og ná mikilvægustu markmiðum sínum, í stað þess að bregðast stöðugt við því sem er áríðandi.
- Vinna betur með öðrum með því að byggja upp sambönd sem grundvallast á trausti og sameiginlegum hag.
- Eiga áhrifaríkari samskipti á öllum sviðum lífs síns, þ.m.t. í hinum stafræna heimi.
- Nálgast vandamál og tækifæri gegnum skapandi samvinnu.
- Samþætta stöðugar umbætur og lærdóm.
5 valkostir til aukinnar framleiðni og velferðar
Vinnustofan 5 valkostir til framúrskarandi framleiðni sameinar klassískar kenningar um árangursstjórnun og nýjustu rannsóknir á sviði taugavísinda til að hjálpa þér að stjórna betur ákvörðunum þínum, tíma, athygli og orku.
Þátttakendur munu læra að:
- Koma auga á mikilvæg forgangsatriði og hafa kjarkinn til að segja nei við ónauðsynlegum áreitum.
- Endurskilgreinda hlutverk sín út frá þeim mikilvæga árangri sem þú vilt ná.
- Endurheimta stjórn á vinnu þinni og lífi með góðum takti áætlanagerðar og framkvæmdar markmiða sem leiðir til einstakra niðurstaðna.
- Nýta tæknina þér í hag og bægja í burtu truflunum með því að hámarka virkni Microsoft® Outlook® til að auka framleiðni.
- Hagnýta nýja þekkingu frá nýjustu rannsóknum í taugasálfræði til að endurhlaða stöðugt líkamlega og andlega orku þína.
6 lykilfærniþættir við að leiða teymi
6 lykilfærniþættir við að leiða teymi er safn af sérvöldu, hagnýtu og áhrifaríku efni frá FranklinCovey sem er sérsniðið að viðfangsefnum framlínustjórnenda. Með nýju viðhorfi, færni og verkfærum fá þátttakendur að uppskera nýjan árangur í erfiðu hlutverki sínu og hljóta góðan stuðning á leiðinni.
Þátttakendur læra að:
- Þróa viðhorf leiðtogans
- Taka stöðuna 1&1
- Stilla teyminu upp til að ná árangri
- Skapa menningu endurgjafar
- Leiða teymið í gegnum breytingar
- Stjórna tíma og orku
4 lykilhlutverk leiðtoga
Námskeiðið 4 lykilhlutverk leiðtoga felur í sér meira en hefðbundin leiðtogaþjálfun. Vinnustofan aðstoðar æðstu stjórnendur við að uppgötva hvernig vekja á traust og byggja upp trúverðugleika. Þátttakendur skilgreina sameiginlega skýran og sannfærandi tilgang, og vinna að því að skapa og samstilla kerfi til árangurs.
Á vinnustofunni munu þátttakendur læra að:
- Byggja traust: Vertu trúverðugi leiðtoginn sem aðrir kjósa að fylgja – á grunni karakters og færni.
- Skapa sýn: Skilgreindu með skýrum hætti hvert teymið er að fara og hvernig það kemst þangað.
- Framkvæma stefnu: Náðu stöðugum framförum með öðrum – af stefnufestu, takti og aga.
- Leystu úr læðingi hæfileika: Þróaðu forystuhlutverk annarra til aukins árangurs, með aðferðum markþjálfunar.
Forysta á grunni trausts
Traust er ekki tilviljanakennt. Traust er eiginleiki sem þú ræktar með þinni hegðun, þínum ákvörðunum og þinni framkomu. Einstaklingar, teymi og vinnustaðir sem læra og temja sér framkomu sem byggir á trausti ná marktækt meiri árangri en þau sem leggja ekki rækt við þennan mikilvæga eiginleika.
Á vinnustofunni munu þátttakendur læra að:
- Skilgreina alvöru fjárhagsleg rök um virði trausts í þínu teymi.
- Auka eigin trúverðugleika.
- Haga þér þannig að þú hvetur til trausts.
- Virkja teymið þitt á grunni lögmála og hegðunar trausts.
- Efla afköst og ímynd teymisins.
- Leggja fram jákvætt og mikilvægt framlag.
Ómeðvituð hlutdrægni
Hlutdrægni er náttúrulegur hluti af hinu mannlega ástandi – því hvernig heilinn virkar. Þetta hefur áhrif á hvernig við tökum ákvarðanir, eigum samskipti við aðra og bregðumst við alls kyns aðstæðum – og þetta takmarkar oft möguleika okkar. Vinnustofan Ómeðvituð hlutdrægni: Að skilja hlutdrægni til að leysa möguleika úr læðingi hjálpar þátttakendum að:
- Koma auga á og gera ráð fyrir hlutdrægni
- Leggja rækt við þýðingarmikil sambönd
- Velja hugrekki til að gera raunverulegar breytingar
Ekkert hefur meiri grundvallaráhrif á frammistöðu en það hvernig við sjáum og komum fram við hvort annað sem manneskjur. Að hjálpa stjórnendum og liðsmönnum að taka á hlutdrægni mun hjálpa þeim að blómstra og efla þannig frammistöðu alls staðar á vinnustaðnum.
Verkefnastjórnun
Við getum leyst úr læðingi hæfni teyma með einfaldri formúlu: Fólk + Ferli = Árangur. Verkefnastjórnun snýst ekki einungis um að stjórna flæði og að vona að verkefnahópurinn sé til í slaginn. Hæfni í að beita „óformlegu valdi“ er mikilvægari en nokkru sinni til að veita meðlimum verkefnateymis hvatningu og eldmóð til að leggja sitt af mörkum við árangursríka framkvæmd verkefna.
Þátttakendur læra að:
- Stöðugur og framúrskarandi árangur við framkvæmd verkefna veltur á ferlum og fólki.
- Greina, meta og stjórna áhættu við vinnslu verkefnis.
- Halda liðsmönnum ábyrgum fyrir verkefnisáætlunum.
- Hafa eftirlit og útbúa skýra samskiptaáætlun fyrir verkefnið.
- Ljúka verkefnum formlega með því að skrá það sem var lært.
Þjónustustjórnun
Einsdags vinnustofa FranklinCovey um þjónustustjórnun – Tryggðu tryggð viðskiptavina (Leading Customer Loyalty) er ætluð framlínustjórnendum sem læra ný viðhorf og færni til að auka helgun starfsmanna og viðskiptavina. Stjórnendur öðlast skýran skilning á hvernig má vera fyrirmynd góðrar þjónustu með því að leiða sín teymi með skilning, ábyrgð og gjöful samskipti að leiðarljósi.
Á vinnustofunni munu stjórnendur læra að þjálfa teymi sín í:
- Að tengjast, hlusta og miðla með mannlegum og skilningsríkum hætti
- Að uppgötva hvaða verk þarf í raun að vinna fyrir viðskiptavini
- Að fylgja málum vel eftir til að leysa og fyrirbyggja mál
- Að gefa áhrifaríka endurgjöf sem byggir upp fólk
- Að leiða árangursríka teymisfundi um þjónustu.
Leiðtoginn í mér!
Menntalausnir FranklinCovey þjóna öllum skólastigum með þjálfun, markþjálfun, námsefni, kennslugögnum og umbreytingu á menningu skólanna. Nálgun okkar tvinnar saman grunnkenningum um forystu og árangur í námskrá og daglegt starf skólanna. Við virkjum kennara og starfsmenn og undirbúum nemendur fyrir árangur í lífi og starfi. Lausnir okkar eru hannaðar til að hjálpa ungu fólki mæta áskorunum dagsins í dag og morgundagsins, og skilja eftir sig einstakt framlag til heimsins.
Við kynnum til leiks einstakan þekkingarbrunn fyrir kennara, skólastjórnendur og nemendur www.theleaderinme.com
7 venjur árangursríkra stjórnenda
Vinnustofan 7 venjur fyrir stjórnendur (The 7 Habits for Managers) veitir stjórnendum þau verkfæri sem þeir þurfa til að taka á algengum áskorunum og bæta hvernig þeir ná stöðugum árangri í samvinnu við aðra aðila. Þessi vinnustofa beinir sjónum sínum sérstaklega að því hver stjórnandi ER, ekki einungis því sem hann GERIR. Sérstaða nálgunarinnar er rammi 7 venja til árangurs og hvernig hann beitir nýju hugarfari, færni og verkfærum þannig að þátttakendur verði að framúrskarandi leiðtogum sem ná viðvarandi árangri.
Þátttakendur munu læra ný viðhorf og aðferðir til að ná árangri með
- Forgangsröðun og tímastjórnun
- Ábyrgð, frumkvæði og traust
- Þróun einstaklinga og teyma
- Framkvæmd stefnu og markmiðasetningu
- Endurgjöf og hvatningu
- Lausn ágreinings
- Samvinna og samskipti
- Nýsköpun og framfarir