SÖLUSTJÓRNUN (HELPING CLIENTS SUCCEED): AÐ FYLLA PÍPURNAR
Uppfærðu sölufólkið þitt með nýjum og árangursríkum aðferðum við að afla nýrra viðskiptavina
SÖLUSTJÓRNUN: AÐ FYLLA PÍPURNAR
Hvernig væri að nýta einfalda og kerfisbundna nálgun við að afla nýrra viðskiptavina?
Áskorunin
Ný og árangursrík leið við öflun nýrra viðskipta.
Flest fyrirtæki ná ekki sölumarkmiðum sínum og mörg vita ekki einu sinni af því.
Eftir að hafa unnið með þúsundum yfirmanna söludeilda um allan heim höfum við dregið eftirfarandi lærdóm:
- Þær aðferðir sem við höfum vanist að virki vel til að afla nýrra viðskiptavina, virka ekki lengur.
- Það eru of fá verkefni í sölupípunni og of mörg verkefni sem ekkert verður úr.
- Þrátt fyrir að söluteymi leggi meira að sér en áður er árangurinn ekki eftir því. Þau leggja áhersluna á rangar athafnir.
- Flest fyrirtæki átta sig of seint á því að þau ná ekki sölumarkmiðum sínum.
“Nowhere in the sales process do a few minutes of dialogue more quickly determine whether we continue or end our relationship than during the initial interaction.”
-RANDY ILLIG, CO-AUTHOR, LET'S GET REAL OR LET'S NOT PLAY
Lausnin
Að brúa bilið milli þekkingar og framkvæmdar.
Tileinkaðu þér lögmál lausnar okkar á sviðið sölu.
Það er til mikið af „góðum“ þjálfunarlausnum á sviði sölu. Galdurinn liggur í því að ná tökum á því að gera réttu hlutina!.
Helping Clients Succeed: að fylla pípurnar vinnustofan nýtir sérhannaða vinnubók til þess að tryggja það að sölufólkið nái að tileinka sér aðferðafræðina og 12 vikna eftirfylgniferlið tryggir varanlega hegðunarbreytingu.
Afraksturinn
Uppgötvaðu hvernig lögmál sem standast tímans tönn skila þér árangri til framtíðar.
Ávinningurinn af fjárfestingunni.
-
Lærðu hvað einkennir hugarfar þeirra sem ná mestum söluárangri.
-
Settu sértæk markmið um árangur þjálfunarinnar til að tryggja að fjárfestingin skili sér að loknum 12 vikna innleiðingarkaflans.
-
Ögraðu viðteknum viðhorfum og taktu meðvitaða ákvörðun um að láta rök en ekki tilviljanir ráða.
-
Lærðu að tileinka þér þann ásetning að meginviðhorfið sé að hjálpa viðskiptavinum þínum að ná árangri með gagnkvæmum ávinningi ykkar á milli.
-
Lærðu að koma auga á þau viðmið sem gera þér kleift að forgangsraða mögulegum viðskiptavinum eftir því hversu líklegir þeir eru til að verða viðskiptavinir.
-
Nýttu forgangsröðunarverkfærið til að endurraða vænlegum viðskiptavinum.
-
Uppgötvaðu nýjar leiðir til að safna gögnum.
-
Settu þér stefnu um hvernig þú safnar vönduðum umsögnum frá viðskiptavinum.
-
Byggðu upp sjálfstraust til að yfirvinna mótbárur og jafnvel sjá þær fyrir.
-
Semdu markviss handrit til að opna á möguleg viðskipti.
-
Þróaðu aðferðir til að búa til hjálparefni sem auðveldar sölu.
-
Taktu á þig skuldbindinguna um að vinna markvisst í 12 vikur að því að tileinka þér aðferðarfræðina til að festa hegðunarbreytingarnar í sessi.