5 VALKOSTIR AÐ FRAMLEIÐNI OG VELFERЮ
VIÐ ÞEKKJUM LEIÐINA AÐ FÓKUS OG AFKÖSTUM SEM HEFUR VARANLEG ÁHRIF Á ÁRANGUR Í LÍFI OG STARFI.
5 VALKOSTIR AÐ FRAMÚRSKARANDI FRAMLEIÐNI OG VELFERЮ
Ofgnótt upplýsinga og áreita eru að skaða framleiðni okkar. Finnst þér þú vera stöðugt á kafi í vinnu, en ekkert virðist klárast?
Ertu áhyggjufull(ur) og upplifir verkin yfirþyrmandi um um leið og þú mætir til verks?
Upplifðu 5 valkosti í verki.
Við sóttum í smiðju taugasálfræðinga til að skilja lykilinn að baki öflugum lífsstíls framleiðni og ánægju.
Áskorunin
Hvert fer orka og athygli starfsmanna?
Þrjár megináskoranir sem við þurfum að vinna með til að auka afköst og ánægju
Ofhlaðin ákvörðunum
Hér áður fyrr þurftum við að taka nokkrar mikilvægar ákvarðanir á hverjum degi. En með ótakmörkuðu upplýsingaflæði og stöðugum samskiptum erum við þvinguð til að taka ákvarðanir á augnabliki sannleikans. Oft látum við mikilvægustu ákvarðanirnar mæta afgangi.
Ráðist á athygli okkar
Hinn almenni stafsmaður getur unnið að meðaltali í þrjár mínútur áður en hann er truflaður. Heilar okkar eru hannaðir til að mæta slíku ónæði, en geta okkar til að hugsa er oft fórnað fyrir nauðsyn okkar til að bregðast við áreiti. Akkúrat núna, þegar við þurfum helst á góðri hugsun að halda, er ráðist á athygli okkar.
Orkuskortur - ný krísa
Hið mikla álag sem fylgir tímanlegri og góðri ákvörðunartöku, er þreytandi. Við mætum í vinnuna útbrunnin af verkefnum gærdagsins og eigum erfitt með að tengja okkur og helga verkefnum dagsins í dag. Við erum ekki að gefa okkar besta, jafnvel þó við vildum það svo sannarlega.
"The 5 Choices provides new, exciting, and above all, practical insights that can help you cope with your overwhelming workload and realize your full potential, in and out of work."
- DR. HEIDI GRANT HALVORSON, PH.D., ASSOCIATE DIRECTOR, THE NEUROLEADERSHIP INSTITUTE
Lausnin
Ná að klára mikilvægustu forgangsverkefni þín og finna dýpri sátt, stolt og gleði á líðandi stundu.
Þín upplifun - þinn árangur.
5 valkostir til framúrskarandi framleiðni sameina klassískar kenningar um árangursstjórnun og nýjustu rannsóknir á sviði taugavísinda til að hjálpa þér að stjórna betur ákvörðunum þínum, tíma, athygli og orku þannig að þú getir ávallt valið þann kost sem skapar hámarksvirði fyrir þig.
-
Komdu auga á mikilvæg forgangsatriði og hafðu kjarkinn til að segja nei við ónauðsynlegum áreitum.
-
Endurskilgreindu hlutverk þín út frá þeim mikilvæga árangri sem þú vilt ná.
-
Endurheimtu stjórn á vinnu þinni og lífi með góðum takti áætlanagerðar og framkvæmdar markmiða sem leiðir til einstakra niðurstaðna.
-
Nýttu tæknina þér í hag og blakaðu í burtu truflunum með því að hámarka virkni Microsoft® Outlook® til að auka framleiðni.
-
Græddu nýja þekkingu frá nýjustu rannsóknum í taugasálfræði til að endurhlaða stöðugt líkamlega og andlega orku þína.
Niðurstaðan
Uppgötvaðu hvernig tímalaus og tímanleg lögmál geta þjónað þínum árangri.
Náðu mikilvægustu forgangsmarkmiðum þínum og tengdu þig þínum tilgangi.