360°mat á frammistöðu (360° assessment)
Sannreyndu stöðuna með faglegri greiningu. Matstæki FranklinCovey veita einstaka innsýn í núverandi stöðu og styrk og varpa ljósi á tækifæri til umbóta. 360° matið er stafrænt, persónulegt og afar einfalt í notkun og má nota á fleiri en 20 tungumálum. Um er að ræða gagnlegar spurningar og samantekt frá yfirmanni, jafningjum, undirmönnum og umsagnaraðilum utan vinnustaðar. Niðurstöður matsins er fyrsta skref til aukins sjálfskilnings og vaxtar.
FranklinCovey á Íslandi býður þátttakendum á vinnustofum og notendum AAP upp á eftirfarandi greiningartæki:
-
7 venjur til árangurs (The 7 Habits Benchmark) – greining á persónulegri forystu og árangri með hliðsjón af 7 venjum til árangurs. Varpar m.a. ljósi á frammistöðu tengda frumkvæði og ábyrgð, stefnu og sýn, forgangsröðun og tímastjórnun, tilfinningagreind, samningatækni, hlustun, miðlun og markþjálfun, umbótum og nýsköpun auk endurnýjunar og vaxtar.
-
Grunnur trausts (tQ (Trust Quotient)) – greining á lykilþáttum við að byggja upp traust milli einsktaklinga, deilda, vinnustaða, á markaði og í samfélagi – auk sjálfstrausts. Varpar ljósi á ásetning, heilindi, færni og árangur við að rækta traust.
-
4 lykilhlutverk leiðtoga (LQ (Leadership Quotient)) – greining á 4 lykilhlutverkum leiðtoga m.a. viðhorf, getu og árangur þátttakanda á að skapa og miðla sýn, innleiða stefnu, skapa traust og virkja aðra til árangurs.
-
5 valkostir til framleiðni og velferðar (The 5 Choices to Extraordinary Productivity) – greining á grunnfærni til að auka framleiðni og velferð meðal annars með hliðsjón af forgangsröðun, stefnufestu, ákvörðunartöku, markmiðasetningu, skýrleika hlutverka og ábyrgðar, orkustjórnun og nýtingu tækni.
-
Framsögn (Presentation Advantage) – grunngreining á framkomu og framsögn (enska).
-
Verkefnastjórnun (Project Management Essentials) – grunngreining á færni við verkefnastjórnun.