GRUNNUR TRAUSTS
LÆRÐU AÐ BYGGJA ÞÍN SAMSKIPTI OG ÞINN ÁRANGUR Á TRAUSTI:
EINN MIKILVÆGASTI FÆRNIÞÁTTUR OKKAR TÍMA.
GRUNNUR TRAUSTS
Einn mikilvægasti gjaldmiðill okkar tíma er traust. Okkar sítengdi veruleiki sem byggir á samstarfi grundvallast á trausti: sjálfstrausti, trausti milli einstaklinga, trausti milli deilda og vinnustaða og trausti á markaði og innan samfélags.
Áskorunin
Er þitt teymi virkilega að byggja sitt samstarf á grunni trausts?
Virkjaðu slagkraft trausts í samskiptum - aukið traust eykur hraða og lækkar kostnað.
Vinnuferlið Framfarir á grunni trausts leggur grunninn að því hugarfari, færni og verkfærum sem munu hafa mælanleg áhrif á árangur þátttakenda – og hvetur til aukins trúverðugleika og trausts milli einstaklinga, deilda sem og á markaði og í okkar samfélagi. Nálgunin byggir á metsölubók Stephen M.R. Covey, The Speed of Trust, og gerir vinnustað ykkar kleift að draga úr skrifræði og óskilvirkum vinnuferlum og vinna á meiri afköstum með betri rekstrarniðurstöðum.
Lausnin
Tileinkaðu þér sannreyndar aðferðar í vinnuferlinu Grunnur trausts.
Leystu úr læðingi aukna framleiðni og hagsæld í stað óvissu og tortryggni.
Með auknu trausti verða samskipti betri, nýsköpun eykst og helgun batnar. Framleiðni eykst og kostnaður lækkar um leið og athyglinni er beint að markmiðum í stað tortryggni og gremju.
Á vinnustofunni Grunnur Trausts®, fá þátttakendur færni í að nota ramma, tungumál og hegðun sem einkennir teymi og vinnustaði sem byggja á trausti.
Þátttakendur auka eigin trúverðugleika og traust í samböndum með raunhæfum verkefnum og áhugaverðum dæmum m.a:
-
Tileinka sér 13 hegðanir trausts til að þróa, bæta og byggja traust.
-
Hanna eigin aðgerðaráætlun (Trust Action Plan) til að auka með raunhæfum hætti sjálfstraust, trúverðugleika og áhrif.
-
Æfa öflug og gegnsæ samskipti, af festu og virðingu.
-
Koma auga á hvernig má dreifa ábyrgð á grunni trausts.
-
Halda hvort öðru ábyrgu með markþjálfun (Peer Accountability Process).
VIÐ HVERJU MÁ ÉG BÚAST?
Traust: Nauðsynleg færni, sem má læra.
Virði trausts
Greindu þann kostnað og þann hag sem liggur í vantrausti eða trausti í þínum verkefnum og á þínum vinnustað.
Sjálfstraust
Vertu fyrirmynd trausts með því að greina, efla og taka ábyrgð á eigin karakter og færni í samskiptum.
Traust í samböndum
Vertu heil(l) í öllum samskiptum og nýttu þér 13 aðferðir til að þróa og endurheimta traust og treysta öðrum í lykilsamböndum.
"You may not be able to control everything, but you can influence certain things. Trust starts with you."
-STEPHEN M. R. COVEY - AUTHOR OF THE SPEED OF TRUST
Niðurstaðan
Uppgötvaðu stöðugar framfarir á grunni trausts.
Allir njóta góðs af í samfélagi sem byggja á trausti.
Vinnustofan Grunnur trausts færir þátttakendum nýja sýn á virði trausts og handhægar leiðir til að auka traust í öllum samskiptum. Þátttakendur kynnast hagnýtum leiðum til að auka sjálfstraust, traust í samböndum, traust á vinnustöðum, traust á markaði og traust innan samfélags.
Þátttakendagögn
-
Vinnubók þátttakenda
-
Speed of Trust spilastokkur á íslensku
-
Weekly Trust Huddle Guide
-
The Speed of Trust metsölubókin
-
Speed of Trust Digital Coach Snjallforrit
-
tQ 360° rafrænt mat