Hvaða færniþættir skipta mestu máli á vinnustöðum framtíðarinnar?
Á tímum vaxandi óvissu, hraðra tæknibreytinga og gervigreindar skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að horfa til mannlegrar færni og aðlögunarhæfni.
Hvernig ert þú – og þinn vinnustaður – að þróa færniþætti framtíðarinnar?
Við hjá FranklinCovey héldum nýverið sumargleði þar sem við skoðuðum þessi stóru mál saman.
Í kjölfarið skrifaði Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey grein þar sem hún rýnir í færniþætti framtíðarinnar... og nashyrninga!
... Sjá meiraSjá minna
- Likes: 8
- Shares: 2
- Comments: 0
Þann 19. júní síðastliðinn stóð FranklinCovey á Íslandi fyrir sumargleði á Kjarvalsstöðum fyrir hóp af vinum og viðskiptavinum sínum þar sem framtíð vinnustaða og vinnumenningar var í brennidepli – með áherslu á mannleg gildi á tímum örra tæknibreytinga, gervigreindar og umróts á alþjóðasviðinu.
Með góðum gestum, léttum veitingum og áhugaverðum umræðum var sjónum beint að því hvernig vinnustaðir geta brugðist við breyttum kröfum framtíðarinnar.
Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey, leiddi dagskrána með skýrum skilaboðum: „Færni eins og leiðtogahæfni, tilfinningagreind og samstarfshæfni verður ekki síður mikilvæg – heldur mikilvægari – þegar gervigreindin tekur stærri sess.“
Þá stigu á stokk framúrskarandi gestir úr röðum samstarfsaðila FranklinCovey og deildu sinni reynslu af því hvernig byggja má upp árángursríka menningu. Þau miðluðu hvað virkar þegar þarf að byggja upp traust, skýrleika og tilgang en öll hafa þau gríðarlega reynslu af því að leiða fram breytingar og ná árangri.
Frá Alvotech komu fram Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri, ásamt Jenný Sif Steingrímsdóttur, Mannauðsstjóra og Guðrúnu Ólafíu Tómasdóttur forstöðumanni á mannauðssviði. Frá BYKO kom Sigurður Pálsson forstjóri og frá TR kom Huld Magnúsdóttir forstjóri.
Auðbjörg Ólafsdóttir, ráðgjafi hjá FranklinCovey ræddi um hversu áhrifamikið efni og aðferðir FranklinCovey reynast við að byggja upp menningu samstarfs og árangurs með sérstaka áherslu á 7 venjur til árangurs sem hún þekkir vel af eigin raun frá því þegar hún kenndi efnið sem innri þjálfari hjá Marel og Controlant í sínum fyrri störfum. Í haust er væntanleg ný uppfærsla á 7 venjum. „Ég hlakka til að kynna fyrir ykkur nýja efnið og hjálpa ykkur að að nýta þau tæki og tól sem verkfærakista FranklinCovey hefur upp á að bjóða til að skapa sameiginlegt tungumál trausts og árangurs ”
Viðburðurinn var gagnlegur og lifandi – og gestir tóku með sér hugmyndir, innsýn og innblástur inn í sumarið auk þess að vera leystir út með veglegri sumargjöf, lesefni og Origami þraut sem áminningu um að velja í dag að vera leiðtogi sem brýtur blað í færni til framtíðar.
Við viljum nota tækifærið til að þakka gestafyrirlesurum okkar fyrir frábær erindi og öllum þeim sem lögðu leið sína til okkar kærlega fyrir samveruna.
Photos @LitzGautz
... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey hefur borist öflugur liðsauki en þær Auðbjörg Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttur hafa bæst í raðir FranklinCovey á Íslandi sem ráðgjafar og leiðtogar vaxtar og árangurs.
Auðbjörg Ólafsdóttir tekur við hlutverki ráðgjafa og leiðtoga vaxtar (e. Senior Growth Partner). Auðbjörg er með víðtæka alþjóðlega reynslu á sviði stjórnunar, samskipta, mannauðsmála og leiðtogaþjálfunar. Hún starfaði sem yfirmaður fyrirtækjamenningar og samskipta hjá Controlant á árunum 2021 til 2024 og leiddi þar málaflokka sjálfbærni, samskipta, fræðslu og fyrirtækjamenningar á tímabili mikils vaxtar og breytinga. Þar á undan starfaði Auðbjörg um átta ára skeið sem samskiptastjóri Marel þar sem hún leiddi fjárfestatengsl ásamt innri og ytri samskiptum félagsins á alþjóðavísu.
Auðbjörg hefur einnig starfað sem hagfræðingur hjá Íslandsbanka, fyrir Sendinefnd Evrópusambandsins bæði í Osló og í Reykjavík og sem blaðamaður og fréttastjóri hjá alþjóððlegu fréttaveitunni Reuters og hjá Viðskiptablaðinu.
Hún er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í hagfræði frá Curtin University í Ástralíu, auk þess að vera markþjálfi og með kennsluréttindi. Samhliða störfum sínum hjá FranklinCovey starfar Auðbjörg sem ráðgjafi í samskiptum og almannatengslum og sem stjórnendamarkþjálfi og uppistandari.
Vilborg Arna Gissurardóttir tekur við sem ráðgjafi og leiðtogi í árangri viðskiptavina (e. Implementation strategist). Vilborg hefur víðtæka reynslu af ferðaþjónustu, byggðaþróun, markaðsmálum og sem ráðgjafi og hvatningarfyrirlesari. Vilborg hefur undanfarin ár verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi, rekið ferðaskrifstofu auk þess að eiga að baki feril sem fjalla- og ævintýrakona.
Hún er með MCM gráðu frá Háskólanum á Bifröst í Neyðar- og Áfallastjórnun, MBA gráðu frá Háskóla Íslands og BA gráðu í ferðamálafræði frá sama skóla. Auk þess er hún markþjálfi og hefur lokið kúrsum við erlenda háskóla á sviði sjálfbærni. Samhliða störfum sínum hjá FranklinCovey starfar Vilborg sem ráðgjafi á sviði áhættugreiningar og seiglu fyrir sveitarfélög og fyrirtæki.
„Auðbjörg og Vilborg eru mikill fengur fyrir FranklinCovey. Þær munu styðja við vegferð okkar að hjálpa fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum að ná hámarksárangri og byggja upp menningu árangurs og velgengni,“ segir Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi.
„Ég er gríðarlega spennt fyrir vegferðinni framundan. Ég þekki af eigin raun hversu áhrifamikið efni og aðferðir FranklinCovey reynast við að byggja upp menningu samstarfs og árangurs frá því þegar ég kenndi efnið sem innri þjálfari FranklinCovey bæði hjá Marel og Controlant. Ég hlakka til að hjálpa öðrum að nýta þau tæki og tól sem verkfærakista FranklinCovey hefur upp á að bjóða til að skapa sameiginlegt tungumál trausts og árangurs“ segir Auðbjörg.
„Mér þykir einstakt að fá tækifæri til að styðja við raunverulegar framfarir innan skipulagsheilda með aðferðum sem byggja á traustum grunni reynslu og rannsókna ásamt því að vinna með mögnuðu teymi FranklinCovey“ segir Vilborg Arna.
... Sjá meiraSjá minna
Ég er svo heppinn að þekkja þessar báðar. Take my money!
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
Magnað tækifæri til að virkja áhrifaríkt og skemmtilegt verðlaunanámsefni og sérsniðnar lærdómsvegferðir til aukins árangurs allra. Íslenskur vettvangur sem ýtir undir frammistöðu, hvatningu og helgun starfsfólks. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey á Íslandi óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með óskum um gæfuríkt komandi ár. Við þökkum kærlega fyrir ánægjulegar stundir og samstarf á árinu sem er að líða. ... Sjá meiraSjá minna
Gleðilegan dag íslenskrar tungu!
Vertu með okkur á spennandi vegferð vaxtar.
franklincovey.is/impact-platform/
... Sjá meiraSjá minna
Í síðastliðinni viku hélt FranklinCovey tvo velheppnaða viðburði undir nafninu Gull í mund. Viðburðirnir voru vel sóttir þar sem lífleg umræða myndaðist um áhrif gervigreindar á vinnustaði og samfélög. Einnig var kynntur til leiks nýr vettvangur vaxtar, Impact Platform.
Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir frá viðburðinum á þriðjudag:
franklincovey.is/impact-platform/
... Sjá meiraSjá minna
Síðasti viðmælandi fyrstu þáttaraðar Góðs fólks er Einar Sveinbjörnsson. Einar rekur Veðurvaktina, sem býður up á veðurþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Að auki er hann stofnandi Bliku og hefur afar skemmtilega innsýn inn í svokallað Giggumhverfi og samfélagslega ábyrgð. Hvernig stjórnar þú þínu innra veðri? ... Sjá meiraSjá minna

Gott fólk - hlaðvarpið - FranklinCovey
franklincovey.is
Cheryl Smith hefur komið víða á áratuga ferli á sviði markþjálfunar. Hún hefur vottað vel á þriðja hundrað íslenskra markþjálfa, vann við markaðssetningu á fyrstu PC tölvunum og hefur þróað og þjálfað á stjórnendanámskeiðum um allan heim. ... Sjá meiraSjá minna

Gott fólk með Guðrúnu Högna | Cheryl Smith - FranklinCovey
franklincovey.is