- Likes: 2
- Shares: 0
- Comments: 0
Í síðastliðinni viku hélt FranklinCovey tvo velheppnaða viðburði undir nafninu Gull í mund. Viðburðirnir voru vel sóttir þar sem lífleg umræða myndaðist um áhrif gervigreindar á vinnustaði og samfélög. Einnig var kynntur til leiks nýr vettvangur vaxtar, Impact Platform.
Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir frá viðburðinum á þriðjudag:
franklincovey.is/impact-platform/
... Sjá meiraSjá minna
Síðasti viðmælandi fyrstu þáttaraðar Góðs fólks er Einar Sveinbjörnsson. Einar rekur Veðurvaktina, sem býður up á veðurþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Að auki er hann stofnandi Bliku og hefur afar skemmtilega innsýn inn í svokallað Giggumhverfi og samfélagslega ábyrgð. Hvernig stjórnar þú þínu innra veðri? ... Sjá meiraSjá minna

Gott fólk - hlaðvarpið - FranklinCovey
franklincovey.is
Cheryl Smith hefur komið víða á áratuga ferli á sviði markþjálfunar. Hún hefur vottað vel á þriðja hundrað íslenskra markþjálfa, vann við markaðssetningu á fyrstu PC tölvunum og hefur þróað og þjálfað á stjórnendanámskeiðum um allan heim. ... Sjá meiraSjá minna

Gott fólk með Guðrúnu Högna | Cheryl Smith - FranklinCovey
franklincovey.is
Ingibjörg Ösp hefur látið sig varða og haft veruleg áhrif á grunnstoðir íslensks samfélags í ábyrgðarstörfum sínum á sviði samkeppnishæfni, mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum atvinnulífisins og Samtökum iðnaðarins. Framlag hennar sem ráðgjafi mótast meðal annars af víðtækri stjórnunarreynslu sem framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, Menningarhússins Hofs og Leikfélags Akureyrar. Ingibjörg brennur fyrir mati á raunfærni og lífstíðarlærdómi og mikilvægu hlutverki atvinnulífsins í þróun hæfni og nýrrar þekkingar.
Umfjöllun Rakelar Sveinsdóttur hjá Vísi.is kemur út hálfsmánaðarlega og má sjá umfjöllun hennar um Ingibjörgu hér að neðan:
... Sjá meiraSjá minna
Áhugaverð umræða. Má bæta við að almennt vinna kennarar í skólum einmitt ut frá styrkleikum barna. Það er sú faglega nálgun sem kennslufræðin gengur út frá í grunninn. Munurinn á almenna skólakerfinu og einkaskolum er hins vegar sá að kennurum í almenna kerfinu er gert að vinna með mun stærri hópa og minni aðstoð við sérþarfir einstakra barna. Það er kannski bleiki fíllinn í stofunni sem mætti vera sterkari í allri umræðu um innra starf skóla.
Leiðtogar finna fyrir stöðugum þrýstingi að skila árangri, að draga úr uppsögnum og viðhalda ánægju starfsfólks á meðan þeir leiða teymin sín í gegnum síbreytilegt efnahagsumhverfi.
Nú hafa margir vinnustaðir snúið sér að þögulum ráðningum (e. quiet hiring) til að mæta þörfum leiðtoga sem og starfsmanna.
Við færum þér hagnýtt verkfæri sem mun kynna fyrir þér þögula ráðningu og hvernig má nýta hana til að hámarka virkni teymisins á óvissutímum breytinga.
Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að sækja þitt eintak.
... Sjá meiraSjá minna
Viðmælandi síðasta þáttar Góðs fólks er Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir. Hún hefur haft veruleg áhrif á grunnstoðir íslenskt samfélags í ábyrgðarstörfum á sviði samkeppnishæfni, mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum atvinnulifsins og Samtökum iðnaðarins. Ingibjörg brennur fyrir mati á raunfærni og lífstíðarlærdómi og mikilvægu hlutverki atvinnulífsins í þróun hæfni og nýrrar þekkingar.
... Sjá meiraSjá minna
Héðinn Unnsteinsson er hreyfiafl til bættrar andlegrar- og lýðheilsu og hefur haft afgerandi áhrif á viðhorf þjóðar til mikilvægra málaflokka m.a. á sviði geðheilbrigðisþjónustu. Héðinn hefur starfað um árabil sem stefnumótunarsérfræðingur m.a. hjá forsætisráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu og alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og deilir hér afar verðmætu sjónarhorn á framfarir og mikilvægar umbætur í opinberri þjónustu. Héðinn hefur einstaka innsýn í áhrif þjónandi forystu, stefnumótunar og menningar vinnustaða og samfélaga.
Umfjöllun Rakelar Sveinsdóttur hjá Vísi.is kemur út hálfsmánaðarlega og má sjá umfjöllun hennar um Héðinn hér að neðan:
... Sjá meiraSjá minna
Viðmælandi þriðja þáttar er Héðinn Unnsteinsson. Héðinn er hreyfiafl til breyttrar andlegrar heilsu sem og lýðheilsu og hefur haft afgerandi áhrif á viðhorf þjóðar til mikilvægra málaflokka, þ.á.m. á sviði geðheilbrigðisþjónustu.
Hann hefur komið víða við, en Héðinn hefur starfað sem stefnumótunarsérfræðingur, m.a. hjá forsætisráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu og alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og hefur gegnt embætti formanns Geðhjálpar um árabil. Að auki birtist ástríða, fagmennska og þrautseigja Héðins lesendum og leikhúsgestum með glöggum hætti í sjálfsævisögulegri bók hans “Vertu Úlfur” sem kom út árið 2015 og var sett á svið árið 2021.
Í þættinum deilir Héðinn afar verðmætu sjónarhorni á framfarir og mikilvægar umbætur í opinberri þjónustu og má hlusta á hann með því að fylgja hlekknum hér að neðan.
... Sjá meiraSjá minna
Skjöldur Sigurjónsson er einn af athafnamönnum Íslands og rekur sem kunnugt er Ölstofuna og Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar. Farsæl uppbygging vörumerkis þeirra félaga hefur vakið athygli hér á landi sem og erlendis. Skjöldur veitir hlustendum innsýn inn í lykilforsendur farsællar smásölu, nýsköpunar og útflutnings á íslenskri hönnun og efni og er næmni þeirra vinanna fyrir fólki, vörum, þjónustu og markaðssetningu lærdómur fyrir okkur öll.
Hálfsmánaðarlega kemur út umfjöllun Rakelar Sveinsdóttur um viðmælendur Góðs fólks og má lesa umfjöllun hennar um Skjöld Sigurjónsson hér að neðan.
Guðrún Högnadó
Skjöldur Sigurjónsson
... Sjá meiraSjá minna
Viðmælandi fjórða þáttar Góðs fólks er athafnamaðurinn Skjöldur Sigurjónsson sem rekur eins og kunnugt er Ölstofuna og Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar. Farsæl uppbygging vörumerkis um áratugaskeið er ekki sjálfgefinn veruleiki í íslenski smásölu - en næmni þeirra vinanna fyrir fólki, vörum, þjónustu, markaðssetningu og rekstri er lærdómur fyrir okkur öll.
franklincovey.is/gott-folk-med-gudrunu-hogna-skjoldur-sigurjonsson/
Guðrún Högnadó
... Sjá meiraSjá minna
Í þriðja þætti Góðs fólks ræddi Guðrún við Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis. Ragna er lögfræðingur að mennt og hefur gegnt ábyrgðarmiklum stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, þar á meðal sem aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og fagráðherra utan þings.
Hálfsmánaðarlega kemur út umfjöllun Rakelar Sveinsdóttur um viðmælendur Góðs fólks og má lesa umfjöllun hennar um Rögnu Árnadóttur hér að neðan.
www.visir.is/g/20232374765d/gott-folk-allt-onnur-logmal-og-jafnvel-hardari-i-politik-midad-vid-an...
@Guðrún Högnadó
... Sjá meiraSjá minna
Viðmælandi þriðja þáttar Góðs fólks er Ragna Árnadóttir. Ragna starfar sem skrifstofustjóri Alþingis en hefur komið víða við á sínum ferli. Hún er fyrrverandi fagráðherra og einnig fyrrverandi aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar – fyrst íslenskra kvenna. Ragna hefur áunnið sér traust og verið hreyfiafl breytinga sem embættismaður og ráðherra og hefur gegnt ábyrgðarmiklum stjórnunarstörfum í atvinnulífinu, opinberri þjónustu og nú síðast í stjórn Alþjóða Rauða krossins.
... Sjá meiraSjá minna

Gott fólk með Guðrúnu Högna | Ragna Árnadóttir - FranklinCovey
franklincovey.is
Lykillinn að stöðugri framkvæmd stefnu er ferli. Leiðtogar þurfa að setja sér skýrar væntingar varðandi frammistöðu sem skilgreina hvaða athafnir og hegðun er æskileg og hver þeirra skapar áhættu fyrir vinnustaðinn. Leiðtogar þurfa að búa til ábyrgðarráðstafanir sem hjálpa teymum þeirra að ná settum markmiðum. Það gerist þegar þeir fjárfesta í réttum verkfærum, úrræðum og umgjörðum svo teymi þeirra geti skilað hágæða vinnu á áætlun.
... Sjá meiraSjá minna

Lausnir fyrir stefnumarkandi stjórnun - FranklinCovey
franklincovey.is
Þann 11. janúar sl. hélt Guðrún Högnadóttir erindi á viðburði Samtaka verslunar og þjónustu. Í erindinu varpaði hún ljósi á þrjátíu og fimm ára reynslu sína af þjálfun, þróun og eflingu starfsfólks og vinnustaða.
Á sínum starfsferli hefur Guðrún unnið með 400+ vinnustöðum og segir verðmætin sem þar skapast óendanleg. Hún deildi innsýn inn í þau fjögur lykilhlutverk sem hún hefur gegnt í atvinnulífinu, virði reynslunnar og helgunar ásamt mikilvægi þess að þjóna vegferð hvers og eins í starfi. Þannig geti allir náð mögnuðum og víðtækum áhrifum með því að virkja slagkraft námsefnis, fólks og tækni.
Innslagið á viðburði Samtaka verslunar og þjónustu má sjá með því að fylgja hlekknum hér að neðan.
franklincovey.is/erindi-a-vidburdi-samtaka-verslunar-og-thjonustu-gudrun-hognadottir/
Guðrún Högnadó
... Sjá meiraSjá minna
Í öðrum þætti hlaðvarpsins Gott fólk fékk Guðrún til sín Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóra. Magnús Geir á að baki farsælan feril og deilir með hlustendum framtíðarsýn, lykilformúlum, virði fjölbreytileika o.fl.
Umfjöllun Rakelar Sveinsdóttur á Vísi má nálgast hér að neðan.
www.visir.is/g/20232368999d/gott-folk-hugsar-um-thad-daglega-hversu-heppinn-hann-er
Guðrún Högnadó
... Sjá meiraSjá minna
Árangursríkir leiðtogar vita hvernig á að deila hugmyndum á skýran hátt, gefa raunhæfa endurgjöf og veita viðeigandi upplýsingar og samhengi til að fá hagsmunaaðila með sér. Þeir skilja hvernig á að þýða framtíðarsýn í áþreifanleg markmið, áætlanir og niðurstöður. Og þeir hika ekki við að eiga erfiðar samræður við samstarfsaðila sína eða næstu undirmenn þegar þörf krefur.
... Sjá meiraSjá minna

Samvinna og samskipti - FranklinCovey
franklincovey.is
Viðmælandi annars þáttar Góðs fólks er Magnús Geir Þórðarson. Magnús Geir starfar sem Þjóðleikhússtjóri og hefur verið farsæll leiðtogi helstu menningarstofnana landsins, þ.á.m. Borgarleikhússins, Leikfélags Akureyrar og Gamanleikhússins, sem hann stofnaði þegar hann var 14 ára gamall. Magnús Geir var útvarpsstjóri RÚV um árabil og hefur vakið verðskuldaða athygli, bæði fyrir framúrskarandi listrænt auga, sem og sjálfbæran og fjárhagslegan rekstur þeirra félaga sem hann hefur leitt.
Í nýjum þætti Góðs fólks deilir Magnús m.a. með okkur sinni framtíðarsýn, lykilformúlum, flækjustigum og virði fjölbreytileika.
... Sjá meiraSjá minna
Þegar vinnustaðir standa frammi fyrir breytingum einblína margir eingöngu á ferlin. Þó ferlin séu mikilvæg, þá er það fólkið þitt sem knýr fram breytingar. Með réttri aðferðafræði geta starfsmenn byggt upp sjálfstraust sitt til að nálgast skipulagsbreytingar af seiglu. Þegar þeir hafa lært um fyrirsjáanlegt mynstur breytinga geta þeir nálgast óvissu og umbreytt henni í tækifæri fyrir persónulegan vöxt.
... Sjá meiraSjá minna

Helgun starfsfólks - stjórnaðu breytingum - FranklinCovey
franklincovey.is
Gott fólk: Nýtt hlaðvarp með Guðrúnu Högna
Fyrsti þáttur í fyrstu þáttaröð hlaðvarpsins Gott fólk með Guðrúnu Högna er kominn í loftið. Fyrsti viðmælandi er Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir, sem komið hefur víða við á sínum starfsferli. Hún lagði grunninn að stofnun Háskólans í Reykjavík og var fyrsti rektor skólans. Í dag er hún forstjóri Lead Consulting og hefur unnið með frumkvöðlum og forgöngumönnum beggja megin Atlantshafsins, ásamt því að hafa lagt grunninn að menningu árangurs fjölda vinnustaða.
Þættirnir koma út á Vísi.is og öllum helstu hlaðvarpsveitum vikulega.
Guðrún Högnadó
... Sjá meiraSjá minna
Til hamingju! Hlakka til að hlusta 👏🏻🤩
Flott framtak kæra!
En flott- til hamingju með þetta Guðrún Högnadóttir
Þurfum við leiðtoga?