6 LYKILFÆRNIÞÆTTIR VIÐ AÐ LEIÐA TEYMI TIL ÁRANGURS
FRAMLÍNUSTJÓRNENDUR HAFA AFGERANDI ÁHRIF Á REKSTRARÁRANGUR
6 LYKILFÆRNIÞÆTTIR FRAMLÍNULEIÐTOGA
Framlínustjórnendur hafa afgerandi áhrif á flesta þætti í árangursríkum rekstri: framleiðni og helgun starfsmanna, ánægju og tryggð viðskiptavina, nýsköpun, sölu og kostnað. Þau skipta sköpum hvar sem er að gáð.
Hlutverk þeirra hefur alltaf verið erfitt og núna er verkið snúnara en nokkru sinni fyrr. Færni í að vinna með fólki liggur bakvið 80% af árangri í þessu mikilvæga starfi. Samt fá flestir stöðuhækkun vegna tæknikunnáttu sinnar.
Markmið
6 lykilfærniþættir við að leiða teymi
6 lykilfærniþættir við að leiða teymi er safn af sérvöldu, hagnýtu og áhrifaríku efni frá FranklinCovey sem er sérsniðið að viðfangsefnum framlínustjórnenda. Með nýju viðhorfi, færni og verkfærum fá þátttakendur að uppskera nýjan árangur í erfiðu hlutverki sínu og hljóta góðan stuðning á leiðinni.
01: ÞRÓA VIÐHORF LEIÐTOGANS
Tileinka sér mikilvæga viðhorfsbreytingu frá hlutverki sérfræðings til stjórnanda sem gerir þátttakendum kleift að leiða aðra til árangurs.
02: TAKA STÖÐUNA 1&1
Auka helgun liðsmanna með því að taka reglulega stöðuna með hverjum og einum einslega (1&1), dýpka skilning á viðfangsefnum liðsmanna, og hjálpa þeim að leysa sjálf verkefni dagsins.
03: STILLA TEYMINU UPP TIL AÐ NÁ ÁRANGRI
Setja sameiginleg skýr markmið og skilgreina árangursmælikvarða; dreifa ábyrgð og styðja liðsmenn í daglegum og stefnumarkandi verkefnum.
04: SKAPA MENNINGU ENDURGJAFAR
Gefa reglulega endurgjöf til að þróa sjálfstraust og færni liðsmanna; bæta eigin frammistöðu með því að sækjast eftir endurgjöf frá öðrum.
05: LEIÐA TEYMIÐ Í GEGNUM BREYTINGAR
Koma auga á sértækar aðgerðir til að hjálpa liðsmönnum að vinna hratt og örugglega í gegnum breytingar og bæta stöðugt frammistöðu.
06: STJÓRNA TÍMA OG ORKU
Nýta vikulega áætlanagerð til að einblína á mikilvægustu forgangsverkefnin. Hlúa að velferð allra með því að nýta 5 hvata orkustjórnunar.
"Trust is the confidence born of the character and competence of a person or an organization."
-STEPHEN COVEY
Innifalið:
-
Vinnubók þátttakenda (vönduð innbundin bók á ensku eða íslensku)
-
Spilastokkur með efni og æfingum
-
Eftirfylgni í 12 vikur á vefpósti og í fjarnámi
Ávinningurinn
6 lykilfærniþættir við að leiða teymi
Vinnustofan færir framlínustjórnendum nauðsynlega færni og verkfæri til leiða aðra til árangurs.
Þessi skemmtilega einsdags vinnustofa er ætluð framlínustjórnendum sem vilja þróast frá því að ná árangri eingöngu með eigin framlagi í að ná árangri í gegnum framlag annarra. Vinnustofan hentar verðandi og vaxandi leiðtogum, sem eru að leita að hagnýtum og viðeigandi ráðum um hvernig á að leiða teymi til árangurs.
Lausnin þjónar árangri:
-
Stjórnunar”hraðall” – fyrir sérfræðinga sem eru nýtekin við hlutverki leiðtoga.
-
Færir þátttakendum þekkingu og færni sem allir stjórnendur þurfa að kunna skil á en fáir fá.
-
Móta farsæla menningu stjórnenda um allan vinnustaðinn sem nýta sér sameiginleg viðhorf, verkfæri og tungumál.
Við færum þér að gjöf ókeypis handbók
Að leiða teymi kallar á aðra nálgun en að leiða sjálfan sig til árangurs. Vinnustaðir sem leggja rækt við þróun leiðtoga uppskera stefnufestu, liðsheild og árangur á öllum mælikvörðum. Við færum þér að gjöf handbók FranklinCovey: Make the Mental Leap to Leader. Smelltu á hnappinn hér til vinstri til að sækja bókina.
Hafðu samband
Endilega sendu okkur línu eða sláðu á þráðinn og fáðu nánari upplýsingar.