VIÐ VIRKJUM FRAMÚRSKARANDI FRAMMISTÖÐU FÓLKS OG VINNUSTAÐA
... OG ERUM KLÁR Í SLAGINN TIL AÐ ÞjÓNA ÞÍNUM ÁRANGRI
FLETTA NEÐAR
ÞINN ÁRANGUR.
HVER
FranklinCovey er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði þjálfunar, ráðgjafar og rannsókna á árangri einstaklinga, liðsheilda og vinnustaða. Félagið á meira en 30 ára farsæla sögu og er skráð í Kauphöllina í New York (NYSE: FC). Nánar um sögu okkar, stefnu og sókn hér.
HVERNIG
Við verjum 6-8% af heildartekjum okkar árlega í rannsóknir og þróun, virtir fulltrúar úr háskólasamfélaginu og atvinnulífinu skipa stjórn okkar, og við gefum árlega út fjölda metsölubóka um klassísk og mikilvæg viðfangsefni leiðtoga (nánar á bókabúð okkar hér). Við erum þekkt fyrir skemmtilegar vinnustofur, afar vönduð þjálfunargögn, metsölubækur og gagnleg matstæki (nánar um 360° mat okkar hér). Við styðjum við vöxt viðskiptavina okkar með handhægum snjallforritum (t.d. Living the 7 Habits og Leading at the Speed of Trust), markþjálfun (nánar um Executive coaching hér) og stýrikerfum ( nánar um 4DXOS hér). Grunnur þjónustu okkar er þekkingartorg AllAccessPass (nánar um AAP hér) þar sem viðskiptavinir fá aðgang að öllu okkar efni á stafrænu formi.
HVAÐ
Þjónusta FranklinCovey er á eftirfarandi sviðum: Leiðtogaþjálfun, Framleiðni, Framkvæmd stefnu, Þjónustustjórnun, Sölustjórnun, Traust, Menntun og Persónuleg forysta og árangur.
Meðal þekktari lausna félagsins eru
7 venjur til árangurs (The 7 Habits of Highly Effective People),
4 lykilhlutverk leiðtoga (4 Essential Roles of Leadership),
6 lykilfærniþættir framlínuleiðtoga (6 Critical Practices of Frontline Managers),
Innleiðing stefnu með 4DX (The 4 Disciplines of Execution),
5 valkostir til aukinnar framleiðni og velferðar (The 5 Choices to Extraordinary Productivity),
Virði trausts (Leading at the Speed of Trust) og The Leader in Me fyrir skóla.
Með AllAccessPass FranklinCovey gefst vinnustöðum tækifæri til að sérsníða þjálfun að ólíkum þörfum starfsmanna, þjálfa innri þjálfara og veita stjórnendum viðeigandi og hagnýta starfræna ráðgjöf.
HVERJIR