7 VENJUR LEIÐTOGA | MENNING ÁRANGURS
MEIRI ÁRANGUR MEÐ MARKÞJÁLFUN
AÐ HRINDA VENJUNUM 7 Í FRAMKVÆMD
Leiðtogar eru með hugann við stefnu, áætlanir, ferli og hvirfilvind áskoranna, en láta oft mótun menningar mæta afgangi. Árangursrík menning er hönnuð af ásetningi og leidd af leiðtogum.
Áskorunin
Að leiða teymið að meiri árangri með aðferðum markþjálfunar.
Framúrskarandi menning verður ekki til að sjálfu sér.
Peter Drucker, guðfaðir nútíma stjórnunar, minnti okkur á að „Culture eats strategy for breakfast, and it is only when you fully understand what this means, that you’ll lead a successful company.“
Leiðtogar eru vogarafl árangursríkrar menningar. Þeirra forganga skiptir sköpum. Jim Collins, höfundur Good to Great segir að Venjunum 7 megi líkja við stýrikerfi árangursríkrar menningar. Vinnuferli The 7 Habits Leader Implementation færir leiðtogum aðferðir til að vinna með sínum teymum í að skapa árangursríka menningu.
Lausnin byggir á umfangsmikilum alþjóðlegum rannsóknum með viðskiptavinum sem hefur vegnað vel við að innleiða Venjurnar 7 og uppskera árangur. Um er að ræða einsdags þjálfun, markþjálfun og sjálfsnám sem færir leiðtogum nýja sýn og tæki til aukinnar frammistöðu teyma, sviða og skipuheilda.
Venjurnar 7 byggja á tímalausum gildum og lögmálum árangurs, sem eiga jafn vel við í dag og þegar Stephen R. Covey skrifaði fyrst bók sína: The 7 Habits of Highly Effective People.
"You are coaching all the time whether you intend to or not. What you say and do, and how you say or do it, determines the type of culture you will create."
-STEPHEN R. COVEY
Lausnin
Færðu leiðtogum vald og vissu til að nýta venjurnar 7 til að móta árangursríka menningu.
Nýttu þér sannreynd lögmál árangurs með venjunum 7.
01. HELGUN
Þekktu þitt framlag með því að rýna þína framtíðarsýn. Þekktu þinn ásetning og þín áhrif. Þekktu hvernig þú getur bætt áhrif þín og leitt betur hópa til árangurs.
02. FYRIRMYND
Sýndu stöðugt í verki Venjurnar 7 með því að bæta þína frammistöðu sem stjórnandi og með því að sækjast eftir og læra af góðri endurgjöf.
03. STUÐNINGUR
Vertu forgöngumaður og breyttu samkvæmt Venjunum 7 dags daglega. Nýttu þér aðferðir markþjálfunar með því að hvetja starfsfólk til að rýna eigin viðhorf og hegðun, sýndu virðingu með skilningsríkri hlustun, og deildu tillögum þegar við á.
Niðurstaðan
Uppgötvaðu hvernig tímalaus gildi árangurs þjóna þér og þínum á ykkar vegferð.
Góð vinnustaðamenning gerist ekki að sjálfu sér.
Þessi einsdags nálgun styður við innleiðingu 7 Habits of Highly Effective People® Signature Edition 4.0 í teymum, starfseiningum og á vinnustöðum. Ferlið styrkir leiðtoga í að skapa menningu árangurs og innleiða „stýrikerfi“ frammistöðu byggða á 7 venjum til árangurs.
Aðrir áhugaverðir valkostir
Lausnir sem þjóna ykkar þörfum.
7 venjur | GRUNNUR
Færðu öllum starfsmönnum nýja færni í að stjórna sjálfum sér og vinna í teymum. Einsdags vinnustofa fyrir alla starfsmenn til að byggja menningu árangurs. Lífsfærni á sviði ábyrgðar, áhrifa, markmiðasetningu, forgangsröðunar, samninga, samskipta, nýsköpunar og orkustjórnunar.
SKOÐA BETUR
7 venjur | STJÓRNENDUR
Efldu færni stjórnenda þinna í að leiða fólk með því að einblína fyrst á eigin forgöngu síðan á að leiða teymið. Ný viðhorf, færni og verkfæri með 7 venjum árangursríkra stjórnenda. Tveggja daga vinnuferli ætlað verðandi og vaxandi stjórnendum á öllum stigum.
SKOÐA BETUR
7 venjur | LEIÐTOGAR
Efldu færni leiðtoga þinna í að leiða fólk með því að einblína fyrst á eigin forgöngu síðan á að leiða teymið. Ný viðhorf, færni og verkfæri með 7 venjum árangursríkra leiðtoga. Þriggja daga vinnuferli ætlað verðandi og vaxandi leiðtogum á öllum stigum.