7 VENJUR TIL ÁRANGURS®
ÞÍNAR VENJUR ÁKVARÐA ÞÍNA ARFLEIÐ
Þín sýn. Þitt framlag. Þinn árangur.
7 venjur til árangurs.
Venja 2: Í upphafi skal endinn skoða®
Þróaðu með þér viðhorf og aðferðir þeirra sem hafa ávallt æskilegar niðurstöður í huga í öllum lífsins verkefnum – fundum, kynningum, verkefnum, starfi osfr.
Útilokaðu tímaþjófa með því að einblína á og koma í framkvæmd mikilvægustu markmiðunum hverju sinni. Nýttu þér vikulega áætlanagerð og stefnufestu til að koma góðum takti á góð mál.
Leiddu teymi sem finna hvatningu sína í sameiginlegum væntingum og vel skilgreindri ábyrgð. Nýttu þér áhrifamiklar aðferðir samningatækni og samskipta til sameiginlegs hags.
Venja 5: Skilja fyrst. Miðla síðan.®
Skapaðu grunn vaxtar og hjálpsemi með því að beita aðferðum skilningsríkrar hlustunar og öflugrar endurgjafar. Sannir leiðtogar leiða af virðingu, skilningi og hreinskiptni.
Leystu áskoranir og ágreining með nýstárlegum leiðum til að takast á við vandamál. Byggðu á grunni fjölbreytileika og betri valkosta. Skapaðu menningu stöðugra umbóta.
Leystu úr læðingi mögulegu framlagi fólks með því að koma auga á styrk, ástríðu og getu hvers og eins. Hlúðu að því sem skiptir mestu máli – þinni líkamlegu, andlegu og félagslegu velferð.
Áskorunin
Býr teymi þitt að réttum viðhorfum, hegðun og venjum?
- Persónuleg forysta og starfsþróun – kynntar eru aðferðir til að efla frumkvæði, efla tímastjórnun, vinna að markmiðum og stefnu og virkja liðsheildina til árangurs.
- Leiðtogaþróun — 7 venjur til árangurs efla hæfileika verðandi og vaxandi leiðtoga með því að skerpa framtíðarsýn, forgangsraða verkefnum, skilja betur eigin hlutverk og ná fram samlegðaráhrifum hópsins.
- Efla hæfni í að takast á við breytingar — Það hefur sýnt sig að nálgun Covey á mjög vel við þar sem tekist er á við erfiðar eða umfangsmiklar breytingar og þar sem byggja á traustum grunni gilda og framtíðarsýnar.
- Liðsheild – sérstaklega er unnið með hæfileika stjórnenda til að leiða aðra til árangurs. Meðal annars að innleiða „vinn-vinn“ hugarfar í samskiptum / samningum / viðskiptum, kenna leiðir til skilningsríkrar hlustunar og endurgjafar og að virða ólík sjónarhorn og nýta viðtalstækni til árangurs.
"Most people do not listen with the intent to understand; they listen with the intent to reply."
-STEPHEN COVEY
Lausnin
Gildi og lögmál sem standast tímans tönn.
Þú munt upplifa að:
-
Meta eigin viðhorf og aðlaga að lögmálum um árangur.
-
Taka ábyrgð, skerpa á fókus og vinna að því sem þú getur haft áhrif á og stjórnað þannig breytingum.
-
Skilgreina skýr markmið, árangursmælikvarða og leiðir fyrir það sem skiptir þig mestu máli í lífi og starfi.
-
Forgangsraða og ná mikilvægustu markmiðunum í stað þess að vera stöðugt að bregðast við áreitum.
-
Vinna að betra samstarfi sem byggir á trausti, virðingu og kjarki, auk þess að bæta færni í samningatækni.
-
Hafa áhrif á aðra með því að öðlast skilning á þeirra þarfir og afstöðu.
-
Þróa skapandi lausnir sem byggja á fjölbreytileika og þjóna allra hag.
-
Auka hvatningu, orku og jafnvægi í lífi og starfi með því að gefa tíma í mikilvæga endurnæringu.
Ávinningurinn
Ræktaðu leiðtoga á öllum stigum vinnustaðarins.
Uppgötvaðu hvernig tímalaus og tímanleg gildi þjóna árangri í dag og til framtíðar.
7 venjur til árangurs er sannreynd nálgun til persónulegrar forystu, sem byggir á mest seldu bók allra tíma um stjórnun og forystu. Við sérsníðum okkar nálgun eftir ykkar þörfum og viðfangsefnum. Um er að ræða skemmtilegar vinnustofur sem kalla á mikla þátttöku, virkni og alvöru umbreytingu.
Aðrir áhugaverðir valkostir
Lausnir sem þjóna ykkar þörfum.
7 venjur | GRUNNUR
Færðu öllum starfsmönnum nýja færni í að stjórna sjálfum sér og vinna í teymum. Einsdags vinnustofa fyrir alla starfsmenn til að byggja menningu árangurs. Lífsfærni á sviði ábyrgðar, áhrifa, markmiðasetningu, forgangsröðunar, samninga, samskipta, nýsköpunar og orkustjórnunar.
SKOÐA BETUR
7 venjur | STJÓRNENDUR
Efldu færni stjórnenda þinna í að leiða fólk með því að einblína fyrst á eigin forgöngu síðan á að leiða teymið. Ný viðhorf, færni og verkfæri með 7 venjum árangursríkra stjórnenda. Tveggja daga vinnuferli ætlað verðandi og vaxandi stjórnendum á öllum stigum.
SKOÐA BETUR
7 venjur | MENNING
Auktu skilning og virkni menningar árangurs á grunni venjanna 7 með einsdags vinnuferli fyrir leiðtoga á öllum stigum. Upprifjun, markþjálfun, framkvæmd stefnu og þjálfun innri þjálfara.