7 VENJUR FYRIR KÁTA KRAKKA®
FRÓÐLEIKSKISTA FYRIR FLOTTA KRAKKA OG FORELDRA
7 VENJUR FYRIR KÁTA KRAKKA - LÍFSLEIKNI FYRIR LÍFSTÍÐ
Venjur eru eins og góðir vinir: miklir áhrifavaldar í lífi okkar. Þær geta sagt til um hversu miklum eða litlum árangri við náum.
Tilgangur 7 venja kátra krakka er að aðstoða þig og þína að að lifa lífi af sönnum tilgangi, árangri og ánægju.
Þessar einföndu en áhrifamiklu lífsvenjur hafa um aldir alda lagt grunninn að persónulegum og samfélagslegum vexti fólks
um allan heim og hafa varanleg og tafarlaus áhrif á líf og störf barna og fullorðinna.
Lífsleikni og framtíðarfærni fyrir leiðtoga á öllum aldri.
7 venjur til árangurs | 7 venjur kátra krakka
Venja 1: Vertu virk(ur)®
Þú ræður!
Ég er ábyrgur einstaklingur. Ég tek af skarið. Ég vel mína hegðun, viðhorf og skap. Ég kenni ekki öðrum um. Ég tek góðar ábyrgar ákvarðanir án þess að vera beðin um það, meira að segja þegar enginn er að fylgjast með mér. Ég hef jákvæð áhrif á aðstæður með orðum mínum og athygli.
Venja 4: Hugsaðu Vinn-Vinn®
Sigrum saman!
Ég finn jafnvægi milli kjarks og tillits – og þess sem ég vil og það sem aðrir vilja. Ég legg inn á tilfinningabanka annarra. Þegar ágreiningur rís leita ég alltaf nýrra leiða. Ég legg mig fram um að skilja hag annarra sem og minn eigin.
Venja 2: Í upphafi skal endinn skoða®
Gerðu áætlun!
Ég horfi fram á við og er með markmið. Ég geri hluti sem hafa tilgang og skipta sköpum. Ég er mikilvægur hluti af bekknum mínum og tek þátt í að móta og lifa sýn skólans. Ég leita alltaf að leiðum til að sýna öðrum kærleik og virðingu.
Venja 5: Skilja fyrst. Miðla síðan.®
Hlusta fyrst. Tala svo!
Ég hlusta á hugmyndir og tilfinningar annarra. Ég reyni að sjá hlutina frá þeirra sjónarhorni. Ég hlusta á aðra án þess að grípa frammí. Ég hef kjarkinn til að viðra eigin skoðanir. Ég horfi í augun á fólki og virði ólíkar skoðanir.
Venja 7: Skerptu sögina®
Jafnvægi er best!
Ég hugsa vel um mig með því að borða vel, hreyfa mig og hvílast vel. Ég ver góðum tíma með fjölskyldu og vinum. Ég læri með ýmsum hætti, ekki bara í skólanum. Ég finn leiðir til að aðstoða aðra og sýni umhverfinu virðingu.
Venja 3: Mikilvægast fyrst®
Vinna fyrst. Leika svo!
Ég ver tíma mínum í það sem skiptir mestu máli. Það þýðir að ég segi oft „nei“ við því sem ég ætti ekki að gera. Ég forgangsraða, geri áætlun, og fylgi mínum plönum. Ég sýni aga og skipulag. Ég hef kjarkinn til að setja það mikilvæga í lífinu í forgang. Kapp er best með forsjá.
Venja 6: Skapaðu samlegð®
Saman getum við meira!
Ég virði styrk annarra og læri af þeim. Mér semur vel við aðra, meira að segja þá sem eru ólíkir mér. Ég vinn vel í teymum. Ég leitast eftir hugmyndum annarra til að leysa málin vegna þess að ég veita að með því að læra með öðrum sköpum við betri lausnir. Ég sýni auðmýkt.
Metsölubók á tugum tungumála
Venjurnar 7 hafa auðgað líf margra kynslóða um allan heim. Þær byggja á tímalausum og tímanlegum gildum um mikilvægi ábyrgðar, framsýni, virðingu, samvinnu og jafnvægi. Einföld og áhrifarík speki sem þjónar vexti á öllum aldri.
Þegar þú flettir í gegnum bókina tekur þú eftir því að hver saga er tileinkuð einni venju. Í lok hverrar sögu finnur þú skilaboð til foreldra og kennara („Foreldrahornið“) með tillögum að leiðum til þess að útskýra venju og inntak sögunnar. Þar eru einnig spurningar sem hægt er að nota til að opna á skemmtileg samtöl við börnin („Til umræðu“). Auk þess er listi af litlum skrefum sem börnin geta tekið til þess að æfa hverja venju („Hænuskref“). Aftast í bókinni er svo skýringarmynd af venjunum 7 sem sýnir hversu vel þær vinna saman. Ekki gleyma að heimsækja heimasíðu okkar fyrir börn og skóla. Þar finnið þið allskonar verkefni fyrir börn, fjölskyldur og skóla til dæmis verkefni, spurningar, leiki og myndir til að lita á meðan þau lesa sögurnar eða þær lesnar fyrir þau.
Tökum höndum saman og sameinumst um að hjálpa hverjum krakka að vera kátur krakki!
TEIKNIMYNDASÖGUR
Lærðu um lífið með krökkunum í Eilífðardal.
VENJA 1: TAKTU AF SKARIÐ - ÞÚ BERÐ ÁBYRGÐ. ÞÚ RÆÐUR!
VENJA 3: MIKILVÆGAST FYRST - FORGANGSRAÐAÐU
VENJA 5: HLUSTA FYRST - MIÐLA SVO - SKILNINGSRÍK HLUSTUN
VENJA 7: RÆKTAÐU SJÁLFA(N) ÞIG - JAFNVÆGI ER BEST
VENJA 2: Í UPPHFI SKAL ENDINN SKOÐA - GERÐU ÁÆTLUN
VENJA 4: HUGSAÐU VINN-VINN - ALLIR SIGRA SAMAN
VENJA 6: SKAPAÐU SAMLEGÐ - SAMAN GETUM VIÐ MEIRA
LITABÆKUR OG VERKEFNI
Ræktaðu leiðtoga á öllum stigum vinnustaðarins.
Uppgötvaðu hvernig tímalaus og tímanleg gildi þjóna árangri í dag og til framtíðar.
Fullorðið fólk um allan heim þekkir vel til 7 venja til árangurs. Enda er um að ræða sannreynda nálgun til persónulegrar forystu, sem byggir á mest seldu bók allra tíma um stjórnun og forystu. Leyfðu börnum og barnabörnum að upplifa heilbrigða skynsemi með skemmtilegum hætti.
Lausnir sem þjóna ykkar þörfum.
Aðrir áhugaverðir valkostir
Leiðtoginn í mér | GRUNNSKÓLAR
Ímyndaðu þér heim þar sem hlúð er að forystuhæfileikum og ábyrgð hvers barns og lögð er áhersla á að rækta og þróa leiðtogaeiginleika þess óháð félagslegri eða fjárhagslegri stöðu, menntun, heimilisaðstæðum eða bakgrunni.
Þekkingarsamfélag okkar kallar eftir næstu kynslóð leiðtoga sem skapa jákvæðar breytingar, hvetja aðra til að hugsa öðruvísi,
viðra sýnar skoðanir af virðingu og festu, hvetja til framfara, og bæta stöðugt heiminn…
SKOÐA BETUR
7 venjur fyrir ungt fólk| MIÐSTIG
Ræktum persónulega forystu og ábyrgð ungs fólks með skemmtilegri og áhrifaríkri nálgun. Þekkingarsamfélag okkar kallar eftir næstu kynslóð leiðtoga sem skapa jákvæðar breytingar, hvetja aðra til að hugsa öðruvísi, viðra sínar skoðanir af virðingu og festu, hvetja til framfara, og bæta stöðugt heimin. 7 venjur til árangurs leggur grunninn að forgöngu hvers og eins.
SKOÐA BETUR
Leiðtoginn í mér | ÞEKKINGARBRUNNUR LÍFSLEIKNI
Þekkingarbrunnurinn er hannaður með hliðsjón af þroska, færniþáttum, áskorunum og ólíkum miðlum innan og utan kennslustofunnar. WWW.LEADERINME.COM er hafsjór af handbókum og kennsluáætlunum fyrir kennara á öllum skólastigum, verkefnum fyrir nemendur og fjölskyldur og stafrænu námi. Að auki er innbyggt í kerfið árangursmælingar fyrir nemendur, foreldra og starfsmenn. Leiðtoginn í mér er rökrænt, vel skipulagt ferli sem hjálpar skólum að hanna á virkan hátt menningu sem endurspeglar sýn þeirra um fyrirmyndarskólastarf.