Live Online vinnustofur FranklinCovey.
Nýttu þér áhrifamiklar leiðir til að auka árangur á þínum vinnustað við sérstakar aðstæður dagsins í dag.
Við bjóðum fjórar nýjar 90 mínútna örvinnustofur fyrir þig og þitt teymi
til viðbótar við klassískt úrval okkar að leiðum til að rækta fólk og vinnustaði.
SÉRKJÖR VINNUSTAÐIR 2020Fjarvinnan mössuð
Þróaðu nýtt vöðvaminni fyrir vinnulag að heiman. Lærdómur um aga, gleði og afköst í fjarvinnu úr The 5 Choices to Extraordinary Productivity®
Skrá mig á viðburðPanta fyrir mitt teymiAð leiða fjarteymi og virkja fólk
Hvernig virkjar þú fólk og vinnustaði á "ZOOM-öld"? Lærðu hagnýt ráð um öflug samskipti, helgun starfsmanna, góða þjónustu og hvernig halda má takti - þegar hver er að vinna í sínu horni.
Skrá mig á viðburðPanta fyrir mitt teymiAð fjarstýra breytingum í krísu
Stjórnun breytinga er eitt af lykilverkefnum stjórnenda - og nú reynir á sem aldrei fyrr. Lærðu hvernig má skilgreina sóknina, forgangsraða upp á nýtt og "fjar"virkja teymið á nýrri vegferð.
Skrá mig á viðburðPanta fyrir mitt teymiAð skapa sölutækifæri í komandi sókn
Hvernig þjónum árangri viðskiptavina á umbrotatímum? Tekjustreymi er forsenda alls reksturs og nú reynir á nýjar leiðir til að vinna með verðandi og vaxandi viðskiptavinum. Lærðu að greina þarfir og tækifæri og efla viðskiptatengsl á erfiðum tímum.
Skrá mig á viðburðPanta fyrir mitt teymiVið bjóðum allar okkar lausnir í "live online" og stafrænu formi.
Við höfum unnið með viðskiptavinum okkar um allan heim í meira en áratug á fjarvinnustofum. Nýttu þér ávinning ólíkra þjálfunarleiða til aukins árangurs á þínum vinnustað.
7 venjur til árangurs
7 venjur til árangurs efla hæfileika verðandi og vaxandi leiðtoga með því að skerpa framtíðarsýn, forgangsraða verkefnum, skilja betur eigin hlutverk og ná fram samlegðaráhrifum hópsins.
6 lykilfærniþættir framlínustjórnenda
6 lykilfærniþættir við að leiða teymi er safn af sérvöldu, hagnýtu og áhrifaríku efni sem er sérsniðið að viðfangsefnum framlínustjórnenda. Með nýju viðhorfi, færni og verkfærum fá þátttakendur að uppskera nýjan árangur
5 valkostir til framúrskarandi framleiðni
Vinnustofan sameinar klassískar kenningar um árangursstjórnun og nýjustu rannsóknir á sviði taugavísinda til að hjálpa þér að stjórna betur ákvörðunum þínum, tíma, athygli og orku og auka árangur og afköst.
Sölustjórnun
Auktu söluna og efldu viðskiptatengslin með því að tileinka þér hugarfar þeirra sem ná bestum árangri. Hagnýtar, sannreyndar og skemmtilegar leiðir til aukins árangurs á þekkingaröld.
Framkvæmd stefnu
Með 4DX næst ekki eingöngu skýr fókus á mikilvægustu markmiðin í rekstri heldur öðlast stjórnendur einnig færni í að útfæra og skipuleggja hvernig þessum markmiðum er náð.
Ómeðvituð hlutdrægni
Ómeðvituð hlutdrægni er aðferð mannsheilans til að vega á móti óhóflegu álagi sem getur hamlað frammistöðu og leitt til slæmra ákvarðana. Með því að aðstoða stjórnendur og liðsmenn að taka á hlutdrægni aukum við frammistöðu á öllum sviðum.
7 venjur árangursríkra stjórnenda
Færðu stjórnendum þínum aðferðirnar, ábyrgðina og valdið til að leiða teymi. Vinnustofan er skemmtileg og hagnýt og ræktar grunn stjórnunarfærni – að stýra eigin árangri og leiða aðra til árangurs.
4 lykilhlutverk leiðtoga
Það eru fjögur hlutverk sem sannir leiðtogar nýta sér sem hafa marktækt forspárgildi um árangur. Að byggja traust, að miðla sýn, að framkvæma stefnu og leysa úr læðingi hæfileika starfsfólk.
Forysta á grunni trausts
Traust er ekki tilviljanakennt. Traust er eiginleiki sem þú ræktar með þinni hegðun, þínum ákvörðunum og þinni framkomu. Uppskerðu minni kostnað, meiri hraða og meiri árangur í samskiptum.
Þjónustustjórnun
Vertu fyrst viss um að vinna hjörtu þeirra sem þjóna viðskiptavinum þínum. Meira en 70% af upplifun viðskiptavina stýrist af viðmóti og framkomu framlínustarfsmanna. Gerðu viðskiptavini að ykkar talsmönnum.
Verkefnastjórnun
Upplifðu ávinninginn af því þegar liðsmenn upplifa persónulegan hag við að klára verkefni, sýna samstarfsvilja, hafa rétt viðhorf, þekkingu og verkfæri, og eru tilbúin að taka ábyrgð, upplifa allir árangur.
Nýsköpun
Í okkar heimi er nýsköpun nauðsyn – og ekki bara fyrir æðstu stjórnendur eða teymið í vöruþróun. Allir standa frammi fyrir þeirri áskorun að finna betri leiðir til að mæta þörfum viðskiptavina og ná nýjum hæðum í árangri og vexti.