ÓMEÐVITUÐ HLUTDRÆGNI | TÆR HUGUR?
Náðu tökum á fordómum og leystu úr læðingi hæfileika.
FÓLK BLÓMSTRAR ÞEGAR TEKIÐ ER Á
ÓMEÐVITAÐRI HLUTDRÆGNI
Á hverjum degi þarf starfsfólk þitt að eiga við gríðarlegt magn upplýsinga á sama tíma og það tekur bæði litlar og stórar ákvarðanir. Við þessar aðstæður, þar sem þau þurfa að bregðast hratt við og íhuga mismunandi sjónarmið, reiða stjórnendur þínir og liðsmenn sig ósjálfrátt á hlutdræga hugsun sem kallast "ómeðvituð hlutdrægni" (e. Unconscious bias).
Áskorunin
Óhóflegt álag hamlar frammistöðu og leiðir til slæmra ákvarðana.
Mannsheilinn þróar ósjálfrátt með sér ákveðna velþóknun og vanþóknun sem hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Ómeðvituð hlutdrægni hefur áhrif á hegðun okkar, viðbrögð okkar, helgun okkar og þannig árangur okkar. Ef þessi ómeðvitaða hlutdrægni (unconscious bias) fer framhjá okkur, eigum við á hættu að hugsa og haga okkur með hætti sem vanmetur og takmarkar okkur sjálf og aðra. Ef við hins vegar komum auga á þessa hlutdrægni og tökum á henni í daglegu starfi okkar með þeim ábendingum og aðferðum sem eru kynntar til leiks, munum við skapa vinnustað þar sem allir geta notið sín og lagt sitt besta af mörkum.
Ómeðvituð hlutdrægni er aðferð mannsheilans til að vega á móti óhóflegu álagi sem getur hamlað frammistöðu og leitt til slæmra ákvarðana. Með því að aðstoða stjórnendur og liðsmönnum að taka á hlutdrægni mun ná þeir að blómstra og efla þannig frammistöðu alls staðar á vinnustaðnum.
"We think we see the world as it is, when in fact we see the world the way we are."
-STEPHEN R. COVEY
Lausnin
Þegar stjórnendur og liðsmenn taka á hlutdrægni munu þau blómstra og efla þannig frammistöðu alls staðar á vinnustaðnum.
01. KOMDU AUGA Á HLUTDRÆGNI
Komdu auga á áhrif hlutdrægni á hegðun, ákvarðanir og frammistöðu.
02. LEGGÐU RÆKT VIÐ SAMBÖND
Auktu samkennd og forvitni í persónulegum samskiptum til að fá upp á yfirborðið og kanna hlutdrægni.
03. VELDU HUGREKKI
Kannaðu leiðir til að horfast í augu við hlutdrægni af hugrekki og skapaðu rými þar sem allir njóta virðingar, taka þátt og eru mikils metnir.
Vinnustofan veitir þátttakendum hagnýta nálgun byggða á lögmálum til að greina og taka á hlutdrægni í daglegu lífi sínu.
Lausnin innifelur:
- Handbók þátttakenda
- Æfingaspil
- Fyrir All Access Pass® viðskiptavini, 5-vikna Jhana® sería til stuðnings frammistöðu
Ávinningurinn
Vinnustofan Ómeðvituð hlutdrægni: Að skilja hlutdrægni til að leysa möguleika úr læðingi
(Unconscious Bias: Understanding Bias to Unleash Potential™) mun hjálpa þátttakendum að koma auga á ómeðvitaða hlutdrægni, skapa þýðingarmikil sambönd og læra að fá fram breytingar.
Góð vinnustaðamenning gerist ekki að sjálfu sér.
Hlutdrægni er náttúrulegur hluti af hinu mannlega ástandi – því hvernig heilinn virkar. Þetta hefur áhrif á hvernig við tökum ákvarðanir, eigum samskipti við aðra og bregðumst við alls kyns aðstæðum – og þetta takmarkar oft möguleika okkar. Ekkert hefur meiri grundvallaráhrif á frammistöðu en það hvernig við sjáum og komum fram við hvort annað sem manneskjur.
Nokkur góð ráð
6 leiðir til að vinna að aukinni fjölbreytni á þínum vinnustað
Góð vinnustaðamenning gerist ekki að sjálfu sér.
Það tekur kjark að vinna gegn ómeðvitaðri hlutdrægni á vinnustað. Hugrekki á sér margar birtingarmyndir og í bækling FranklinCovey „Six ways to help your organization be more inclusive“ færð þú hagnýt ráð um þitt hlutverk og þína ábyrgð í að virkja slagkraft fjölbreytni.
Nýr skilningur. Ný sókn.
Ómeðvituð hlutdrægni: Að skilja hlutdrægni til að leysa möguleika úr læðingi veitir þátttakendum hagnýta nálgun byggða á lögmálum til að greina og taka á hlutdrægni í daglegu lífi sínu.
Þessi lausn mun hjálpa vinnustöðum sem þurfa að:
-
Þróa leiðtoga sem skapa eflandi vinnustað og taka á áhrifum ómeðvitaðrar hlutdrægni á ákvarðanatöku.
-
Byggja upp menningu þar sem allir njóta virðingar, taka þátt og eru mikils metnir.
-
Bæta samstarf milli nýrra hópa á vinnustaðnum eða milli fyrirliggjandi hópa sem skiptast illa á upplýsingum.
-
Þróa menningu sem virkjar starfsfólk og hefur jákvæð áhrif á rekstrarniðurstöður.
-
Fara frá fylgnimiðaðri nálgun við fjölbreytniþjálfun til hagnýtari og aðgerðamiðaðri nálgunar.
-
Minnka bilið milli væntrar og raunverulegrar hegðunar varðandi hvernig fólk sér og kemur fram við hvort annað.