SÖLUSTJÓRNUN (HELPING CLIENTS SUCCEED): AÐ LOKA SÖLUNNI
AUKTU SÖLUNA MEÐ ÞVÍ AÐ TILEINKA ÞÉR HUGARFAR ÞEIRRA SEM NÁ BESTUM ÁRANGRI
SÖLUSTJÓRNUN: AÐ LOKA SÖLUNNI
Tileinkaðu þér hugarfar og færni þeirra bestu.
Áskorunin
Hvernig getur þú lokað fleiri samningum?
Þeir bestu gera hlutina öðruvísi.
Rannsóknir CSO Insights sýndu að helmingslíkur á að loka sölu náðust aðeins í einu af hverjum sex sölusamtölum. Okkar tilfinning er að margir söluráðgjafar – jafnvel reynslumiklir söluráðgjafar – tapa sölutækifærum af tveimur algengum ástæðum:
-
Margar sölukynningar eru vonlausar áður en þær byrja. Söluráðgjafar kynna vöruna til að opna söluhringinn í staðinn fyrir að kynna til að loka.
-
Sölusamtalið/kynningin setur áhersluna á upplýsingagjöf í staðinn fyrir að auðvelda ákvarðanatöku. Kynningin endar á „takk kærlega, við hugsum málið“ og „heyrðu gætirðu sent okkur glærurnar?“. Enginn er nær því að taka ákvörðun eftir fundinn en í upphafi hans!
“Nowhere in the sales process do a few minutes of dialogue more quickly determine whether we continue or end our relationship than during the initial interaction.”
-RANDY ILLIG, CO-AUTHOR, LET'S GET REAL OR LET'S NOT PLAY
LAUSNIN
Tileinkaðu þér sannreynd lögmál sem auðvelda þér að loka sölunni
Fáðu vottun í þjálfun í að loka sölunni
Með réttri ráðgjafahæfni sýnir þú það svart á hvítu hvernig þín lausn auðveldar viðskiptavininum að fá það sem hann þarf og vill. Á þessari vinnustofu munt þú læra að tileinka þér aðferðir þeirra sem stöðugt ná framúrskarandi árangri.
Það sem einkennir þá sem skara framúr:
-
Þeir selja með vinn/vinn hugarfarinu.
-
Þeir búa yfir leikni í því að undirbúa og skapa aðstæður sem auðvelda viðskiptavinum að taka ákvarðanir á hverjum fundi.
-
Þeir eyða minni tíma í að tala til viðskiptavinanna og meiri tíma í að ræða þær ákvarðanir sem best þjóna þörfum viðskiptavinarins.
-
Þeir fylgja einföldu og áhrifaríku ferli sem leiðir af sér góðar ákvarðanir.
Afraksturinn
Tryggðu að ákvarðanir leiði til gagnkvæms ávinnings.
Þau sem skara framúr:
-
Skipuleggja af alúð hvern sölufund þannig að þú auðveldir viðskiptavininum að taka ákvarðanir.
-
Byrja strax að vinna í minni ákvörðunum sem leiða til endanlegrar ákvörðunar.
-
Skilgreina hvaða einu ákvörðun viðskiptvinurinn þarf að taka í lok fundarins.
-
Tryggja að ákvörðunin sé viðskiptavinamiðuð, skýr og að „nei“ sé ásættanlegt svar.
-
Sýna hæfni í því að sannreyna lykilskoðanir viðskiptavinarins að því marki að þeir séu ánægðir með skilning þinn á stöðunni.
-
Draga fram staðreyndir sem auðvelda ákvarðanatöku.
-
Sjá mótbárur sem tækifæri í stað ógnunar.
-
Nýta þér þriggja skrefa ferli við að yfirvinna mótbárur.
-
Undirbúa jarðveginn fyrir hvern fund með þeim hætti að hann verði frjór til ákvörðunartöku.
-
Leggja áherslu á að skila gagnkvæmum ávinningi.
-
Undirbúa sig þannig að þú byrjir og endir hvern fund á áhrifaríkan hátt.