7 VENJUR TIL ÁRANGURS®: GRUNNUR
BÆTTU ÁRANGUR OG ÁNÆGJU ALLSSTAÐAR - EINSDAGS VINNUSTOFA FYRIR ALLA STARFSMENN
7 VENJUR TIL ÁRANGURS®: GRUNNUR
Árangur á þínum vinnustað byggir á árangri allra starfsmanna.
Við bjóðum einsdags námskeið fyrir almennt starfsfólk sem leggur grunninn að menningu árangurs.
Öflugt fólk. Öflug ferli. Öflug frammistaða.
Áskorunin
Hversu árangursríkt er þitt starfsfólk?
Árangur vinnustaða byggir á framlagi og frammistöðu allra óháð stöðu og verkefnum.
Góð frammistaða kallar á sameiginleg gildi, hegðun og færni sem tengja framlag einstaklinga við stefnu vinnustaðarins. Aðstoðaðu starfsfólk þitt við að uppskera árangur með The 7 Habits Foundations, the sem er einsdags kynning með íslenskum kennslu gögnum á The 7 Habits of Highly Effective People®: Signature Edition 4.0 efni okkar.
Starfsfólk mun læra að velja að verja tíma sínum og orku með skilvirkari hætti og læra að vinna betur með öðrum til að ná meiri árangri. Þau munu einnig kynnast leiðum til að finna jafnvægi og endurnærast í dagsins önn og tengjast betur markmiðum vinnustaðarins.
"Management works in the system; leadership works on
the system."
-STEPHEN R. COVEY
Lausnin
Tileinkaðu þér tímalaus og tímanleg gildi árangurs.
Persónulegur og opinber sigur.
-
Fólk byggir grunn karakters með því að setja í forgang að stjórna sjálfum sér og setja fordæmi—með svokölluðum persónulegum sigri. Það tekur fulla ábyrgð á ákvörðunum sínum, skapi, hegðun og afleiðingum. Það setir markmið sem tengjast þeirra framtíðarsýn og tilgangi teymisins og vinnustaðarins. Í þessum fyrsta áfanga læra þátttakendur hvernig á að hrinda markmiðum í framkvæmd með fókus á það mikilvæga, ekki bara það sem er áríðandi.
-
Í öðru lagi leggja þátttakendur drög að svokölluðum opinberum sigri með því að læra að vinna vel með öðrum – og hafa varanleg áhrif og árangur. Þau læra hugarfar sameiginlegra hagsmuna í öllum aðstæðum, hvernig á að eiga öflug samskipti með skilningsríkri hlustun og virðingu, og hvernig á að leysa vandamál með skapandi samlegð og uppskera betri lausnir.
-
Í þriðja lagi læra þátttakendur að endurnæra sig stöðugt – hlúa að sjálfum sér með því að rækta hug, hjarta, líkama og sál – í lífi og starfi.
Ávinningurinn
Uppgötvaðu hvernig tímalaus og tímanleg gildi geta þjónað þínum árangri í dagsins önn.
Upplifun og áhrif
-
Stjórna og taka fulla ábyrgð á niðurstöðum.
-
Koma auga á hvað skiptir mestu máli í lífi og starfi.
-
Forgangsraða og ná mikilvægustu markmiðum, í stað þess að bregðast stöðugt við síðasta áreiti.
-
Virkja samstarf með því að byggja sambönd á grunni trausts og sameiginlegum hag.
-
Eiga áhrifarík samskipti á öllum sviðum lífsins, þ.m.t. í hinum stafræna heimi.
-
Nálgast vandamál og tækifæri með skapandi samstarfi og jákvæðu viðhorfi.
-
Leggja drög að stöðugum umbótum og lærdómi.
Aðrir áhugaverðir valkostir
Lausnir sem þjóna ykkar þörfum.
7 venjur | LEIÐTOGAR
Efldu færni leiðtoga þinna í að leiða fólk með því að einblína fyrst á eigin forgöngu síðan á að leiða teymið. Ný viðhorf, færni og verkfæri með 7 venjum árangursríkra leiðtoga. Þriggja daga vinnuferli ætlað verðandi og vaxandi leiðtogum á öllum stigum.
SKOÐA BETUR
7 venjur | STJÓRNENDUR
Efldu færni stjórnenda þinna í að leiða fólk með því að einblína fyrst á eigin forgöngu síðan á að leiða teymið. Ný viðhorf, færni og verkfæri með 7 venjum árangursríkra stjórnenda. Tveggja daga vinnuferli ætlað verðandi og vaxandi stjórnendum á öllum stigum.
SKOÐA BETUR
7 venjur | MENNING
Auktu skilning og virkni menningar árangurs á grunni venjanna 7 með einsdags vinnuferli fyrir leiðtoga á öllum stigum. Upprifjun, markþjálfun, framkvæmd stefnu og þjálfun innri þjálfara.