FranklinCovey er í heimsreisu og sækjir heim fleiri en 70 borgir í öllum heimsálfum um þessar mundir.Þann 23. mars s.l. bauðst íslenskum stjórnendum að fræðast um það sem einkennir framúrskarandi leiðtoga á öllum stigum vinnustaðarins, og að vera meðal þeirra fyrstu til að kynna sér nýjustu afurð FranklinCovey á sviði leiðtogaþjálfunar: 4 lykilhlutverk leiðtoga og All Access Pass. Framúrskarandi stjórnendur eru ekki fæddir þannig heldur hafa þeir þjálfað sig upp í hlutverkinu. Nálgun FranklinCovey við þjálfun í leiðtogafærni byggir á meira en 10 milljarða fjárfestingu í rannsóknar- og þróunarvinnu
og nærri 40 ára reynslu af vinnu með hundruðum þúsunda viðskiptavina um allan heim. Steven Fitzgerald, manager International Partner Service FC og teymi FranklinCovey á Íslandi leiddu stefnumót stjórnenda.