Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki, stofnað árið 2009 með starfsemi í 35 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.800 starfsmenn sem vinna að því að byggja upp leiðandi og framsækið lyfjafyrirtæki. Alvogen sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja. Jensína K. Böðvarsdóttir, VP Global Strategic Planning and HR, varpaði ljósi á alþjóðlega sókn Alvogen til að rækta menningu árangurs með þjálfun leiðtoga. Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi kynnti síðan til leiks nýjar rannsóknir um virði og áhrif stjórnendaþjálfunar og áhrifaríkar aðferðir við að efla mannauð, á sérstöku stefnumóti stjórnenda fyrir félagsmenn Stjórnvísi fimmtudaginn 17. maí sl.
Frekari upplýsingar um stefnumótið fá finn hér á vef Stjórnvísi: https://www.stjornvisi.is/is/frettir/alvogen-menning-arangurs-the-sky-is-not-the-limit
Myndir: https://bit.ly/2s25X4p