AÐ LEIÐA BLÖNDUÐ ,,HYBRID“ TEYMI TIL ÁRANGURS
Eftir að fjarvinna varð óvænt stór partur af vinnustöðum um allan heim hafa væntingar og skilgreining okkar á áhrifaríkri vinnu breyst.
Hvernig getum við sameinað tvo heima – fjarvinnu og vinnu á staðnum? Áskoranir sem mæta stjórnendum sem fylgja „hybrid“ samblöndu af hvoru tveggja er fyrst og fremst að skapa umhverfi þar sem allir liðsmenn leggja sitt að mörkum til að ná fram sem bestum árangri, óháð staðsetningu. Góðir leiðtogar vita að gæði vinnu helst í hendur við lífsgæði. Því er nauðsynlegt að leiða teymi með tilgangi og vera meðvituð um hvaða vinnu þarf að gera sem teymi og hvaða vinnu má gera sem einstaklingur. Góðir fjarvinnu leiðtogar skila bestu niðurstöðunum og passa að liðsmenn dafni, hvar sem þeir eru.
Nýja lausn FranklinCovey gerir leiðtogum kleift að leiða blönduð eða „hybrid“ teymi til árangurs. Leiðtogar fá sannreynd verkfæri sem þarf til að leiða teymi í heimi þar sem fjarvinna og vinna á staðnum mætast. Þessi vinnustofa hentar vel fyrir vinnustaði sem veita liðsmönnum möguleika á að mæta á skrifstofuna eða vinna heima.
Í þessari „live-online“ fjarvinnustofu fá þátttakendur hagnýt ráð og viðeigandi fræðslu um hvernig á að leiða blönduð teymi til árangurs.