Leading Loyalty
kr.4,990
Leading Loyalty tæklar það flókna vandamál sem flestir vinnustaðir glíma við; hvernig skal hvetja starfsfólk á öllum sviðum til þess að stuðla að því að viðskiptavinir upplifi það allra besta.
Þetta vandamál er enn flóknara í dag en áður fyrr þar sem veraldarvefurinn hefur búið til einstaklega mikla samkeppni á flestum mörkuðum. Viðskiptavinir hika því ekki við að skipta ört um þjónustu ef þeir sjá neikvæða umsögn um einstök fyrirtæki. Því er traust viðskiptavina undirstaða árangurs og mikilvægt er að vinna meðvitað að því að veita framúrskarandi þjónustu.