Öflugir stjórnendur leggja sig reglulega fram um að taka samtöl við hvern og einn starfsmann. 1@1 samtöl geta auðveldlega orð tilbreytingarlaus og í reynd breyst í leiðinlegar stöðuuppfærslur ef ekki er hugað að nokkum lykilþáttum. Þótt að stöðuuppfærslur séu gagnlegar ætti að halda þeim aðskildum. Gildi einkasamtala liggur í því að komast að markmiðum, hvatningu og áhyggjum hvers einstaklings í teyminu. Haltu 1@1 samtölunum hvetjandi og árangursríkum með því að fylgja eftirfarandi sex skrefum.
- Minntu teymið á að tilgangur einkasamtala er að vekja máls á áhyggjum, fá þjálfun í að ná markmiðum og leysa vandamál.
- Undirbúðu þig vandlega: Farðu yfir fyrri skuldbindingar, þróunarmarkmið og endurgjöf sem þú vilt deila
- Biddu liðsmenn um að undirbúa fyrirfram það sem rætt verður á fundinum.
- Spurðu opinna þjálfunarspurninga á borð við eftirfarandi: Hvað gengur vel? Hvað er ekki að virka? Hvernig myndir þú gera hlutina öðruvísi?
- Veittu einlæga, rétt tímasetta og hjálplega endurgjöf
- Spurðu liðsmanninn um hvernig ryðja má hindrunum úr veginum.
Áhrifarík einkasamtöl leiða í ljós áhyggjur sem þú myndir annars ekki heyra. Þegar þau eru framkvæmd með árangursríkum hætti auka þau á virkjun og gefa vinnu annarra í teyminu aukinn tilgang.
Innifalið:
- Vinnubók þátttakenda (vönduð innbundin bók á ensku eða íslensku)
- Spilastokkur með efni og æfingum
- Eftirfylgni í 12 vikur á vefpósti og í fjarnámi