Endurgjöf er nauðsynlegur þáttur í árangursríkri forystu og grundvallarverkfæri þegar kemur að þróun teymis þíns.
Að vita hvenær og í tengslum við hvað á að veita endurgjöf sker úrum hvort þú notar þetta lykilverkfæri stjórnenda með skilvirkum hætti.
Lærðu að greina hvenær þörf er á endurgjöf og hvenær ekki.
Ef þú leggur í vana þinn að veita árangursríka endurgjöf mun teymi þitt læra að búast við henni. Einnig eru líkur á að teymið muni þróast með hraðari hætti.
Notaðu eftirfarandi gátlista til að ákveða hvenær veita ætti endurgjöf.
- Er hegðun starfsmannsins röng eða bara öðruvísi en þín hegðun væri?
- Er starfsmaðurinn tilfinningalega undirbúinn fyrir endurgjöf? Ef hann er undir miklu álagi kanntu að vilja bíða. En mundu að það að fresta endurgjöf gæti dregið úr árangri hennar.
- Hverju öðru er starfsmaðurinn að reyna að breyta? Að breyta fleiri en 1–2 hegðunarmynstrum á sama tíma kann að vera yfirþyrmandi.
- Er hegðunin nógu alvarleg til að réttlæta endurgjöf? Taka verður strax á hegðun sem ógnar öðrum. En að jagast sífellt í málum sem eru í reynd lítilvæg mun á endanum kæfa teymi þitt.
- Framkvæmir starfsmaðurinn einhvern tímann viðkomandi aðgerð með réttum hætti? Ef svo er skaltu á því augnabliki gefa jákvæða endurgjöf í stað neikvæðrar.