Stjórnendur á öllum stigum mæta nú nýjum áskorunum sem fylgja því að virkja starfsfólk og auka framleiði og gæði verka í fjarvinnu. Það getur verið krefjandi að viðhalda jákvæðni, einbeitingu og góðum árangri hjá teymum þegar starfsumhverfi okkar breytist stöðugt. Þeir vaxa og dafna sem kunna að bregðast við breyttum aðstæðum og tileinka sér ný viðhorf og venjur – sem eru öllum til góðs.
Endilega nýttu þér nýja ókeypis handbók FranklinCovey fyrir stjórnendur, sem veitir góð ráð við að auka framleiðni og árangur á óvissutímum. Í þessari aðgengilegu handbók er að finna safn af ráðum – örgreinum, hlaðvörpum og myndböndum – sem aðstoða þig við að efla teymið þitt við krefjandi og ófyrirsjáanlegar aðstæður.
Náðu í handbókina hér