NÝR HEIMUR VINNU
Nýttu þér áhrifamiklar leiðir til að auka árangur á þínum vinnustað við sérstakar aðstæður dagsins í dag.
Við bjóðum fjölda örvinnustofa til viðbótar við klassískt úrval okkar að leiðum til að rækta fólk og vinnustaði.
Breytingastjórnun
Breytingar eru ávallt að eiga sér stað. Þær eru alls staðar, þær gerast hraðar og hraðar og þær eru ekki á leiðinni burtu. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir að breytingar sem við tökumst á við séu einstakar og oft ófyrirsjáanlegar, þá eru fyrirsjáanleg mynstur sem þær fylgja. Með því að skilja það, byggja upp færni og stýra breytingum á áhrifaríkan máta, þá geta stjórnendur greitt leiðina fyrir teykið sitt með farsælum leiðum - sama hversu krefjandi breytingarnar eru.
Skrá mig á viðburðPanta fyrir mitt teymiAð leiða blönduð teymi til árangurs
Hvernig getum við sameinað tvo heima - fjarvinnu og vinnu á staðnum? Áskoranir sem mæta stjórnendum sem fylgja "hybrid" samblöndu af hvoru tveggja er fyrst og fremst að skapa umhverfi þar sem allir liðsmenn leggja sitt að mörkum til að ná fram sem bestum árangri, óháð staðsetningu. Því er nauðsynlegt að leiða teymi með tilgangi og vera meðvituð um hvaða vinnu þarf að gera sem teymi og hvaða vinnu má gera sem einstaklingur. Góðir fjarvinnu leiðtogar skila bestu niðurstöðunum og passa að liðsmenn dafni, hvar sem þeir eru.
Nánari upplýsingarPanta fyrir mitt teymiTraust. Grunnur alls.
Traust er undiralda allrar frammistöðu og framþróunar einstaklinga, teyma og vinnustaða. Traust er ekki óáþreifanlegt eða eingöngu byggt á huglægum gildum, heldur raunverulegur drifkraftur samskipta, sem eykur hraða og dregur úr kostnaði.
Skrá mig á viðburðPanta fyrir mitt teymiÓmeðvituð hlutdrægni - tær hugsun
Mannsheilinn þróar ósjálfrátt með sér ákveðna velþóknun og vanþóknun sem hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Ómeðvituð hlutdrægni hefur áhrif á hegðun okkar, viðbrögð okkar, helgun okkar og þannig árangur okkar. Ef þessi ómeðvitaða hlutdrægni (unconscious bias) fer fram hjá okkur, eigum við á hættu að hugsa og haga okkur með hætti sem vanmetur og takmarkar okkur sjálf og aðra. Ef við hins vegar komum auga á þessa hlutdrægni og tökum á henni í daglegu starfi okkar með þeim ábendingum og aðferðum sem eru kynntar til leiks, munum við skapa vinnustað og samfélag þar sem allir geta notið sín og lagt sitt besta af mörkum.
Skrá mig á viðburðPanta fyrir mitt teymiForgangsröðun og ákvörðunartaka
Á örvinnustofu um ákvörðunartöku og forgangsröðun verða kynntar leiðir til aukinnar framleiðni og velferðar starfsmanna með sérstakri áherslu á hagnýtingu menningar og tækni við tíma- og verkefnastjórnun. Vinnustofan byggir á efni FranklinCovey um 5 valkosti til aukinnar framleiðni, sem sameinar klassískar kenningar um árangursstjórnun. Unnið er með forgangsröðun, markmiðasetningu, skipulagningu, tæknilausnir og orkustjórnun í skemmtilegu ferli. Þjónar vel áskorunum vinnustaða við styttingu vinnuviku, álags og kulnunar, stefnumarkandi breytinga og virkjun og helgun allra starfsmanna. Innifalin íslensk kennslugögn.
Skrá mig á viðburðPanta fyrir mitt teymiBetri sambönd - slagkraftur árangurs
Á örvinnustofunni verður kynnt til leiks ný hugsun og nýjar aðferðir við að rækta samstarf innan vinnustaða. Skemmtilegt og áhrifaríkt hópefli sem leggur grunninn að öflugum samskiptum, virku samstarfi einstaklinga, deilda og starfsstöðva, og áhrifaríkum leiðum til árangurs liðsheildarinnar. Innifalin eru íslensk kennslugögn
Skrá mig á viðburðPanta fyrir mitt teymiAð leiða fjarteymi og virkja fólk
Hvernig virkjar þú fólk og vinnustaði á "ZOOM-öld"? Lærðu hagnýt ráð um öflug samskipti, helgun starfsmanna, góða þjónustu og hvernig halda má takti - þegar hver er að vinna í sínu horni.
Skrá mig á viðburðPanta fyrir mitt teymiFjarvinnan mössuð
Þróaðu nýtt vöðvaminni fyrir vinnulag að heiman. Lærdómur um aga, gleði og afköst í fjarvinnu úr The 5 Choices to Extraordinary Productivity®
Skrá mig á viðburðPanta fyrir mitt teymiAð skapa sölutækifæri í komandi sókn
Hvernig þjónum árangri viðskiptavina á umbrotatímum? Tekjustreymi er forsenda alls reksturs og nú reynir á nýjar leiðir til að vinna með verðandi og vaxandi viðskiptavinum. Lærðu að greina þarfir og tækifæri og efla viðskiptatengsl á erfiðum tímum.
Skrá mig á viðburðPanta fyrir mitt teymiAð fjarstýra breytingum í krísu
Stjórnun breytinga er eitt af lykilverkefnum stjórnenda - og nú reynir á sem aldrei fyrr. Lærðu hvernig má skilgreina sóknina, forgangsraða upp á nýtt og "fjar"virkja teymið á nýrri vegferð.
Skrá mig á viðburðPanta fyrir mitt teymiTímalausar og tímanlegar vinnustofur fyrir vaxandi teymi
7 venjur til árangurs
7 venjur til árangurs efla hæfileika verðandi og vaxandi leiðtoga með því að skerpa framtíðarsýn, forgangsraða verkefnum, skilja betur eigin hlutverk og ná fram samlegðaráhrifum hópsins.
6 lykilfærniþættir framlínustjórnenda
6 lykilfærniþættir við að leiða teymi er safn af sérvöldu, hagnýtu og áhrifaríku efni sem er sérsniðið að viðfangsefnum framlínustjórnenda. Með nýju viðhorfi, færni og verkfærum fá þátttakendur að uppskera nýjan árangur
5 valkostir til framúrskarandi framleiðni
Vinnustofan sameinar klassískar kenningar um árangursstjórnun og nýjustu rannsóknir á sviði taugavísinda til að hjálpa þér að stjórna betur ákvörðunum þínum, tíma, athygli og orku og auka árangur og afköst.
Sölustjórnun
Auktu söluna og efldu viðskiptatengslin með því að tileinka þér hugarfar þeirra sem ná bestum árangri. Hagnýtar, sannreyndar og skemmtilegar leiðir til aukins árangurs á þekkingaröld.
Framkvæmd stefnu
Með 4DX næst ekki eingöngu skýr fókus á mikilvægustu markmiðin í rekstri heldur öðlast stjórnendur einnig færni í að útfæra og skipuleggja hvernig þessum markmiðum er náð.
Ómeðvituð hlutdrægni
Ómeðvituð hlutdrægni er aðferð mannsheilans til að vega á móti óhóflegu álagi sem getur hamlað frammistöðu og leitt til slæmra ákvarðana. Með því að aðstoða stjórnendur og liðsmenn að taka á hlutdrægni aukum við frammistöðu á öllum sviðum.
7 venjur árangursríkra stjórnenda
Færðu stjórnendum þínum aðferðirnar, ábyrgðina og valdið til að leiða teymi. Vinnustofan er skemmtileg og hagnýt og ræktar grunn stjórnunarfærni – að stýra eigin árangri og leiða aðra til árangurs.
4 lykilhlutverk leiðtoga
Það eru fjögur hlutverk sem sannir leiðtogar nýta sér sem hafa marktækt forspárgildi um árangur. Að byggja traust, að miðla sýn, að framkvæma stefnu og leysa úr læðingi hæfileika starfsfólk.
Forysta á grunni trausts
Traust er ekki tilviljanakennt. Traust er eiginleiki sem þú ræktar með þinni hegðun, þínum ákvörðunum og þinni framkomu. Uppskerðu minni kostnað, meiri hraða og meiri árangur í samskiptum.
Þjónustustjórnun
Vertu fyrst viss um að vinna hjörtu þeirra sem þjóna viðskiptavinum þínum. Meira en 70% af upplifun viðskiptavina stýrist af viðmóti og framkomu framlínustarfsmanna. Gerðu viðskiptavini að ykkar talsmönnum.
Verkefnastjórnun
Upplifðu ávinninginn af því þegar liðsmenn upplifa persónulegan hag við að klára verkefni, sýna samstarfsvilja, hafa rétt viðhorf, þekkingu og verkfæri, og eru tilbúin að taka ábyrgð, upplifa allir árangur.
Nýsköpun
Í okkar heimi er nýsköpun nauðsyn – og ekki bara fyrir æðstu stjórnendur eða teymið í vöruþróun. Allir standa frammi fyrir þeirri áskorun að finna betri leiðir til að mæta þörfum viðskiptavina og ná nýjum hæðum í árangri og vexti.