FORGÖNGUMENN Í ÍSLENSKRI FERÐAÞJÓNUSTU
Kveðjur frá Victoria Roos-Olsson
Victoria ávarpar stjórnendur í íslenskri ferðaþjónustu í tengslum við Menntamorgunn SAF þann 24. október, 2019. Victoria er ein þriggja höfunda metsölubókarinnar, „Everybody Deserves A Great Manager“ sem fór beint í þriðja sæti metsölubókalista Wall Street Journal og Amazon. Hún er einn af alþjóðlegum ráðgjöfum FranklinCovey og hefur unnið með stjórnendateymum um allan heim, m.a. á Íslandi. Victoria var Director of Learning and Development hjá Jumeirah hótelkeðjunni í Dubai og sá um þjálfun 3.500 starfsmanna og 38 veitingastaða. Hún var jafnframt Director of the Scandic Business School hjá Scandic hótelkeðjunni og tók þátt í að gera hann einn af fremstu viðskiptaskólum fyrir ferðaþjónustu. Victoria tók þátt í að hanna vinnustofur okkar 6 lykilfærniþættir framlínustjórnenda og er í senn frumkvöðull og forgöngumaður.