4 GRUNNSTOÐIR INNLEIÐINGAR STEFNU (4DX)®
VEGVÍSIR TIL AÐ NÁ MIKILVÆGUSTU MARKMIÐUM STARFSEMINNAR.

THE 4 DISCIPLINES OF EXECUTION®
Áskorunin
Leiðin til að ná mikilvægustu stefnumarkandi markmiðum ykkar.

Vita stjórnendur þínir hvernig á að festa í sessi aðferðir sem tryggja áherslu á mikilvægustu markmiðin hverju sinni?
Þegar kemur að því að ná mikilvægustu markmiðunum í starfseminni hverju sinni er það hæfni stjórnandans sem ræður úrslitum. Á undanförnum áratug höfum við hjá FranklinCovey rannsakað innleiðingu á stefnumarkandi breytingum hjá þúsundum teyma í hundruðum fyrirtækja og stofnana.
Rannsóknir okkar sýna að innleiðing stefnu strandar á fjórum atriðum:
01. Stjórnendur og teymin vita ekki hvert markmiðið er.
Niðurstöður sýna að aðeins 15% starfsmanna vita hver eru mikilvægustu markmið starfseminnar hverju sinni. Annað hvort eru engin markmið eða þau eru of mörg.
02. Teymin vita ekki hvað þarf að gera til að ná markmiðinu.
Of margir vita ekki hvaða lykilathafnir það eru sem skila þeim árangri sem uppfyllir mikilvægustu markmiðin.
03. Þau fylgjast ekki með stöðunni.
Rannsóknir okkar sýna að flestir starfsmenn vita ekki hvaða lykilmælikvarðar segja til um árangur í þeirra starfi. Og þaðan af síður vita þeir hvaða sértæku hegðun þarf að fylgjast með til að ná markmiðunum.
04. Þeim er ekki haldið ábyrgum fyrir árangri.
Niðurstöður okkar sýna að minna en 10% starfsmanna hitta sinn næsta yfirmann mánaðarlega eða oftar til að ræða hvernig þeim miðar í átt að mikilvægustu markmiðunum.
“Seventy percent of strategic failures are due to poor execution of leadership. It’s rarely for lack of smarts or vision.”
-RAM CHARAN
Lausnin
Vegvísir til að ná mikilvægustu markmiðum starfseminnar.
Það þarf að vera skýr sjónlína beint í mikilvægustu markmiðin.
Það kallar á mikinn aga að koma mikilvægustu stefnumarkandi breytingum í hverri starfsemi í framkvæmd. Og það þarf enn meiri aga til að geta gert það aftur og aftur, ár eftir ár. Til að skapa slíka vinnustaðamenningu þurfa allir að tileinka sér grunnstoðirnar fjórar við innleiðingu stefnu. Á öllum þrepum starfseminnar þurfa einstaklingar, leiðtogar og teymi að tileinka sér aðferðirnar.
Með því að votta stjórnendur í „The 4 Disciplines of Execution“ aðferðarfræðinni næst ekki eingöngu skýr fókus á mikilvægustu markmiðin í rekstri heldur öðlast stjórnendur einnig færni í að útfæra og skipuleggja hvernig þessum markmiðum er náð.
01. Leggja áhersluna á mikilvægasta markmiðið hverju sinni (Focus on the Wildly Important.)
Framúrskarandi innleiðing hefst á því að skerpa fókusinn og koma auga á hvað þarf að gerast til að ná framúrskarandi árangri.
02. Skilgreina aðgerðir sem hreyfa við mikilvægasta markmiðinu (Act on the Lead Measures.)
Tuttugu prósent athafna skila áttatíu prósent af árangrinum. Það þarf að koma auga á þessar 80/20 athafnir og tryggja að þeim sé sinnt af eldmóði.
03. Nýta stigatöflur til að fylgjast með framgangi (Keep a Compelling Scoreboard.)
Einstaklingar og teymi haga sér öðruvísi þegar okkur tekst að skapa vinningsstemmingu.
04. Halda teyminu ábyrgum fyrir árangri (Create a Cadence of Accountability.)
Afburðaeinstaklingar þrífast í vinnustaðamenningu þar sem þeim er haldið ábyrgum fyrir árangri, kröfur eru skýrar og endurgjöf regluleg. Hvert einasta teymi hittist vikulega og fer yfir árangur liðinnar viku, dregur fram sigrana, greinir orsakir frávika, leiðréttir kúrsinn ef þarf og þannig verður til hið eina sanna árangursstjórnunarkerfi.
Niðurstaðan
Uppgötvaðu hvernig tímalaus og tímanleg lögmál geta leitt til árangurs um ókomna tíð.

Skapaðu vinnustaðamenningu þar sem mikilvægustu málunum er komið í verk.