Skráning á fjarvinnustofu
Hlutdrægni er náttúrulegur hluti af hinu mannlega ástandi – því hvernig heilinn virkar. Þetta hefur áhrif á hvernig við tökum ákvarðanir, eigum samskipti við aðra og bregðumst við alls kyns aðstæðum – og þetta takmarkar oft möguleika okkar. Vinnustofan Ómeðvituð hlutdrægni: Að skilja hlutdrægni til að leysa möguleika úr læðingi hjálpar þátttakendum að:
- Koma auga á og gera ráð fyrir hlutdrægni
- Leggja rækt við þýðingarmikil sambönd
- Velja hugrekki til að gera raunverulegar breytingar
Ekkert hefur meiri grundvallaráhrif á frammistöðu en það hvernig við sjáum og komum fram við hvort annað sem manneskjur. Að hjálpa stjórnendum og liðsmönnum að taka á hlutdrægni mun hjálpa þeim að blómstra og efla þannig frammistöðu alls staðar á vinnustaðnum.