Fólk byggir grunn karakters með því að setja í forgang að stjórna sjálfum sér og setja fordæmi—með svokölluðum persónulegum sigri. Það tekur fulla ábyrgð á ákvörðunum sínum, skapi, hegðun og afleiðingum. Það setir markmið sem tengjast þeirra framtíðarsýn og tilgangi teymisins og vinnustaðarins. Á þessari vinnustofu læra þátttakendur hvernig á að hrinda markmiðum í framkvæmd með fókus á það mikilvæga, ekki bara það sem er áríðandi.
Þátttakendur leggja drög að svokölluðum opinberum sigri með því að læra að vinna vel með öðrum – og hafa varanleg áhrif og árangur. Þau læra hugarfar sameiginlegra hagsmuna í öllum aðstæðum, hvernig á að eiga öflug samskipti með skilningsríkri hlustun og virðingu, og hvernig á að leysa vandamál með skapandi samlegð og uppskera betri lausnir.
Einnig læra þátttakendur að endurnæra sig stöðugt – hlúa að sjálfum sér með því að rækta hug, hjarta, líkama og sál – í lífi og starfi.
Meðal þess sem er kennt:
- Taka fulla ábyrgð á niðurstöðum.
- Koma auga á það sem skiptir mestu máli í vinnu þeirra og persónulega lífi.
- Forgangsraða og ná mikilvægustu markmiðum sínum, í stað þess að bregðast stöðugt við því sem er áríðandi.
- Vinna betur með öðrum með því að byggja upp sambönd sem grundvallast á trausti og sameiginlegum hag.
- Eiga áhrifaríkari samskipti á öllum sviðum lífs síns, þ.m.t. í hinum stafræna heimi.
- Nálgast vandamál og tækifæri gegnum skapandi samvinnu.
- Samþætta stöðugar umbætur og lærdóm.