Markþjálfun miðar að því að hámarka getu og laða fram kjörframmistöðu einstaklinga í lífi og starfi. Markþjálfun byggir á langtíma- trúnaðarsambandi markþjálfa (e. coach) og markþega (e. coachee) og grundvallast á faglegri kerfisbundinni nálgun og öflugum stuðningi við markmið starfsmanns og vinnustaðar.
Markþjálfun miðar að því að hver einstaklingur nýti sem best faglega þekkingu sína og persónulegan styrk í sínu vinnuumhverfi til að ná árangri og til að leysa skammtíma og langtímaviðfangsefni með farsælum hætti.
Markþjálfun fer fram með samtölum, sjálfsmati, verkefnum, faglegum stuðningi og fræðslu þar sem markþeginn er í fyrirrúmi. Stuðst er við aðferðir Corporate Coach U og International Coaching Federation auk FranklinCovey og Robert Gregory Partners.