Við erum ennþá í skýjunum eftir frábæran Mannauðsdag 2025!
Það var hreint magnað að sjá yfir þúsund manns safnast saman í Hörpu síðasta föstudag til að ræða framtíð mannauðsmála, leiðtogafærni, árangur, nýsköpun og menningu.
Við hjá FranklinCovey erum ótrúlega þakklát og stolt af því að hafa tekið þátt í þessum kraftmikla viðburði með mannauðssamfélaginu á Íslandi.
FranklinCovey tók þátt í Mannauðsdeginum með margvíslegum hætti. Auðbjörg Ólafsdóttir, ráðgjafi hjá FranklinCovey, stýrði dagskrá í Silfurbergi af fagmennsku og eldmóði og Héðinn Unnsteinsson, ráðgjafi hjá FranklinCovey, flutti áhrifaríkan fyrirlestur „Vertu Úlfur“, þar sem hann fjallaði um skynjun, vitund, tengsl og leiðtogafærni framtíðarinnar.
Í Norðurljósasalnum tók svo FranklinCovey teymið á móti gestum – með bros á vör og góðu spjalli.
Takk kærlega fyrir allar heimsóknirnar, samtölin og áhugann
Við erum sannarlega þakklát fyrir öll tengslin, hugmyndirnar og innblásturinn sem dagurinn gaf okkur.
Við hlökkum til að halda áfram samtalinu með ykkur um fólk, leiðtoga og færni framtíðarinnar.
... Sjá meiraSjá minna
- Likes: 19
- Shares: 2
- Comments: 0
Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi skrifar kraftmikla grein um það hvernig við lifum á tímum rofs – í samfélagi, atvinnulífinu og mennsku – og hversu mikilvægt er að byggja framtíðina á gildum, trausti og mannlegum tengslum.
Grein Guðrúnar er áminning um að árangur vinnustaða og samfélaga hefst alltaf með fólkinu sjálfu – með því hvernig við leiðum okkur sjálf og hvert annað.
Okkur hlakkar til að hitta mannauðssamfélagið á Íslandi á morgun á Mannauðsdeginum í Hörpu og taka samtalið áfram.
Linkur á grein í fyrsta kommenti
... Sjá meiraSjá minna
Við hjá FranklinCovey erum gríðarlega spennt að taka þátt í Mannauðsdeginum 2025 sem fer fram í Hörpu föstudaginn 3. október!
Á ráðstefnunni verður fjallað um helstu verkefni og áskoranir stjórnenda og mannauðsfólks – allt sem snertir fólk, leiðtoga og framtíðarfærni.
📍 Þú finnur okkur í Norðurljósasalnum þar sem við tökum vel á móti ykkur.
🎤 Héðinn Unnsteinsson, ráðgjafi hjá FranklinCovey, heldur fyrirlesturinn „Vertu Úlfur“ þar sem hann dregur fram þætti eins og skynjun, hugsun, tilfinningar, vitund, tengsl, breytingar, samskipti og geðheilbrigði – byggt á Lífsorðunum 14 úr bókinni og leikverkinu Vertu úlfur.
🎤 Einnig verður Auðbjörg Ólafsdóttir, Senior Growth Partner hjá FranklinCovey, ein af fundarstjórum ráðstefnunnar. Hún mun stýra dagskrá í Silfurbergi þar sem rætt verður um:
* hvernig hægt er að nýta aðferðir afreksíþrótta til að efla árangur ungs fólks,
* hvernig skapa má menningu árangurs á vinnustöðum,
* og hvernig sáttamiðlun getur orðið lykilverkfæri til að leysa ágreining á uppbyggilegan hátt.
Mannauðsdagurinn er orðinn einn stærsti viðburður stjórnunar- og mannauðsmála á Íslandi með yfir 1.200 gestum og um 100 fyrirtækjum sem kynna vörur og þjónustu.
Við hlökkum til að sjá ykkur í Hörpu á föstudaginn – til samtals um fólk, leiðtoga og færni framtíðarinnar!
#Mannauðsdagurinn2025 #FranklinCovey #Leiðtogafærni #Mannauður
... Sjá meiraSjá minna
Í síðustu viku hélt FranklinCovey árlega alþjóðlega ráðstefnu sína í Kosta Ríka. FranklinCovey starfar í dag í 140 löndum og á ráðstefnunni gefst fulltrúum fyrirtækisins frá öllum heimshornum einstakt tækifæri til að koma saman, bera saman bækur sínar, deila því sem hefur gengið vel, fagna árangri, móta sameiginlega framtíðarsýn og fá innblástur og orku hvert frá öðru.
Í ár var sérstök áhersla lögð á Disruption eða umbreytingar í tilefni af útgáfu nýrrar bókar, Disrupt Everything, eftir Patrick Leddin hjá FranklinCovey í samstarfi við metsöluhöfundinn James Patterson.
Patrick hélt kraftmikið erindi á ráðstefnunni sem vakti mikla athygli, þar sem hann hvatti öll til að „kveikja eldinn innra með sér“ – að tengjast eigin tilgangi og innri rödd og verða þannig jákvæðir breytingaleiðtogar í síbreytilegum heimi.
Síðar á þessu ári mun FranklinCovey bjóða upp á námskeið sem byggir á efni bókarinnar en þar munu leiðtogar og stjórnendur fá hagnýt verkfæri til að takast á við breytingar, leiða þær af festu og gera þær að jákvæðum umbreytingum fyrir fólk og fyrirtæki.
Í þetta skiptið tók Auðbjörg Ólafsdóttir, ráðgjafi hjá FranklinCovey á Íslandi, þátt fyrir hönd FranklinCovey Arctic. Hún kom heim með dýrmætan innblástur, nýjar hugmyndir og sterk alþjóðleg tengsl sem munu nýtast okkur og samstarfsaðilum okkar hér á Íslandi.
Á ráðstefnunni gafst einnig tími til að upplifa einstaka menningu og náttúru Kosta Ríka: heimsækja frumskóginn, fræðast um það hvernig súkkulaði verður til og komast í snertingu við fjölbreytt og framandi dýralíf.
Við erum þakklát fyrir þessa mögnuðu ráðstefnu og hlökkum til að deila áfram þekkingunni og orkunni sem þar varð til með ykkur.
Eins og heimamenn segja í Kosta Ríka: Pura Vida!
... Sjá meiraSjá minna
Vettvangur Vaxtar – snjöll þekkingarveita FranklinCovey veitir leiðtogum og teymum aðgang að yfir 300 vottuðum snjallnámskeiðum á íslensku.
Með þessari öflugu lausn fá fyrirtæki verkfæri til að efla leiðtogahæfni, auka árangur og styðja við stöðugan vöxt starfsfólks.
Aðgangur að færni framtíðar – hvenær sem er, hvar sem er.
Kynntu þér málið à franklincovey.is
... Sjá meiraSjá minna
Vettvangur Vaxtar, snjöll þekkingarveita FranklinCovey veitir fyrirtækjum, leiðtogum og teymum aðgang að yfir 300 vottuðum snjallnámskeiðum á íslensku.
Með þessari öflugu lausn fá fyrirtæki verkfæri til að efla leiðtogahæfni, auka árangur og styðja við stöðugan vöxt starfsfólks.
Aðgangur að færni framtíðar – hvenær sem er, hvar sem er.
Kynntu þér málið nánar á franklincovey.is/
... Sjá meiraSjá minna
Hvaða færni þarf þitt teymi til að ná árangri og hvaða færni mun skipta mestu máli til framtíðar?
World Economic Forum birtir reglulega spá um mikilvægustu færniþætti atvinnulífsins.
Samkvæmt skýrslunni eru þeir færniþættir sem standa upp úr á gervigreindaröld:
1) Hugræn færni svo sem sköpunargleði og greiningarhæfni,
2) Færni sem snýr að sjálfsábyrgð svo sem þrautseigja, aðlögunarhæfni, forvitni og lífstíðarlærdómur,
3) Samstarfsfærni svo sem forysta og áhrif
4) Siðferði
5) Tækniþekking.
Á Vettvangi Vaxtar (Impact Platform) fær teymið þitt aðgang að yfir 300 vottuðum snjallnámskeiðum á íslensku sem efla lykilfærni og þekkingu á þeim lykilfærniþáttum sem skipta mestu máli í dag og til framtíðar.
Kynntu þér málið hér franklincovey.is/
... Sjá meiraSjá minna
Hvernig lítur árangur þíns teymis út?
Haustið er fullkominn tími til að leggja línurnar og tryggja að þitt teymi nái árangri.
Við hjá FranklinCovey hjálpum þér að ná raunverulegum og mælanlegum árangri með vinnustofum á vettvangi sem efla leiðtoga og teymi og á vettvangi vaxtar sem er stafræna þekkingarveitan okkar með yfir 300 vottuðum námskeiðum á íslensku, hönnuð til að þjálfa lykilfærni sem skiptir mestu máli í dag!
Árangur byrjar með fyrsta skrefinu – ertu tilbúin/n að gera haustið að tímamótum fyrir þitt teymi?
... Sjá meiraSjá minna
Hvaða færniþættir skipta mestu máli á vinnustöðum framtíðarinnar?
Á tímum vaxandi óvissu, hraðra tæknibreytinga og gervigreindar skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að horfa til mannlegrar færni og aðlögunarhæfni.
Hvernig ert þú – og þinn vinnustaður – að þróa færniþætti framtíðarinnar?
Við hjá FranklinCovey héldum nýverið sumargleði þar sem við skoðuðum þessi stóru mál saman.
Í kjölfarið skrifaði Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey grein þar sem hún rýnir í færniþætti framtíðarinnar... og nashyrninga!
... Sjá meiraSjá minna
Þann 19. júní síðastliðinn stóð FranklinCovey á Íslandi fyrir sumargleði á Kjarvalsstöðum fyrir hóp af vinum og viðskiptavinum sínum þar sem framtíð vinnustaða og vinnumenningar var í brennidepli – með áherslu á mannleg gildi á tímum örra tæknibreytinga, gervigreindar og umróts á alþjóðasviðinu.
Með góðum gestum, léttum veitingum og áhugaverðum umræðum var sjónum beint að því hvernig vinnustaðir geta brugðist við breyttum kröfum framtíðarinnar.
Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey, leiddi dagskrána með skýrum skilaboðum: „Færni eins og leiðtogahæfni, tilfinningagreind og samstarfshæfni verður ekki síður mikilvæg – heldur mikilvægari – þegar gervigreindin tekur stærri sess.“
Þá stigu á stokk framúrskarandi gestir úr röðum samstarfsaðila FranklinCovey og deildu sinni reynslu af því hvernig byggja má upp árángursríka menningu. Þau miðluðu hvað virkar þegar þarf að byggja upp traust, skýrleika og tilgang en öll hafa þau gríðarlega reynslu af því að leiða fram breytingar og ná árangri.
Frá Alvotech komu fram Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri, ásamt Jenný Sif Steingrímsdóttur, Mannauðsstjóra og Guðrúnu Ólafíu Tómasdóttur forstöðumanni á mannauðssviði. Frá BYKO kom Sigurður Pálsson forstjóri og frá TR kom Huld Magnúsdóttir forstjóri.
Auðbjörg Ólafsdóttir, ráðgjafi hjá FranklinCovey ræddi um hversu áhrifamikið efni og aðferðir FranklinCovey reynast við að byggja upp menningu samstarfs og árangurs með sérstaka áherslu á 7 venjur til árangurs sem hún þekkir vel af eigin raun frá því þegar hún kenndi efnið sem innri þjálfari hjá Marel og Controlant í sínum fyrri störfum. Í haust er væntanleg ný uppfærsla á 7 venjum. „Ég hlakka til að kynna fyrir ykkur nýja efnið og hjálpa ykkur að að nýta þau tæki og tól sem verkfærakista FranklinCovey hefur upp á að bjóða til að skapa sameiginlegt tungumál trausts og árangurs ”
Viðburðurinn var gagnlegur og lifandi – og gestir tóku með sér hugmyndir, innsýn og innblástur inn í sumarið auk þess að vera leystir út með veglegri sumargjöf, lesefni og Origami þraut sem áminningu um að velja í dag að vera leiðtogi sem brýtur blað í færni til framtíðar.
Við viljum nota tækifærið til að þakka gestafyrirlesurum okkar fyrir frábær erindi og öllum þeim sem lögðu leið sína til okkar kærlega fyrir samveruna.
Photos @LitzGautz
... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey hefur borist öflugur liðsauki en þær Auðbjörg Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttur hafa bæst í raðir FranklinCovey á Íslandi sem ráðgjafar og leiðtogar vaxtar og árangurs.
Auðbjörg Ólafsdóttir tekur við hlutverki ráðgjafa og leiðtoga vaxtar (e. Senior Growth Partner). Auðbjörg er með víðtæka alþjóðlega reynslu á sviði stjórnunar, samskipta, mannauðsmála og leiðtogaþjálfunar. Hún starfaði sem yfirmaður fyrirtækjamenningar og samskipta hjá Controlant á árunum 2021 til 2024 og leiddi þar málaflokka sjálfbærni, samskipta, fræðslu og fyrirtækjamenningar á tímabili mikils vaxtar og breytinga. Þar á undan starfaði Auðbjörg um átta ára skeið sem samskiptastjóri Marel þar sem hún leiddi fjárfestatengsl ásamt innri og ytri samskiptum félagsins á alþjóðavísu.
Auðbjörg hefur einnig starfað sem hagfræðingur hjá Íslandsbanka, fyrir Sendinefnd Evrópusambandsins bæði í Osló og í Reykjavík og sem blaðamaður og fréttastjóri hjá alþjóððlegu fréttaveitunni Reuters og hjá Viðskiptablaðinu.
Hún er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í hagfræði frá Curtin University í Ástralíu, auk þess að vera markþjálfi og með kennsluréttindi. Samhliða störfum sínum hjá FranklinCovey starfar Auðbjörg sem ráðgjafi í samskiptum og almannatengslum og sem stjórnendamarkþjálfi og uppistandari.
Vilborg Arna Gissurardóttir tekur við sem ráðgjafi og leiðtogi í árangri viðskiptavina (e. Implementation strategist). Vilborg hefur víðtæka reynslu af ferðaþjónustu, byggðaþróun, markaðsmálum og sem ráðgjafi og hvatningarfyrirlesari. Vilborg hefur undanfarin ár verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi, rekið ferðaskrifstofu auk þess að eiga að baki feril sem fjalla- og ævintýrakona.
Hún er með MCM gráðu frá Háskólanum á Bifröst í Neyðar- og Áfallastjórnun, MBA gráðu frá Háskóla Íslands og BA gráðu í ferðamálafræði frá sama skóla. Auk þess er hún markþjálfi og hefur lokið kúrsum við erlenda háskóla á sviði sjálfbærni. Samhliða störfum sínum hjá FranklinCovey starfar Vilborg sem ráðgjafi á sviði áhættugreiningar og seiglu fyrir sveitarfélög og fyrirtæki.
„Auðbjörg og Vilborg eru mikill fengur fyrir FranklinCovey. Þær munu styðja við vegferð okkar að hjálpa fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum að ná hámarksárangri og byggja upp menningu árangurs og velgengni,“ segir Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi.
„Ég er gríðarlega spennt fyrir vegferðinni framundan. Ég þekki af eigin raun hversu áhrifamikið efni og aðferðir FranklinCovey reynast við að byggja upp menningu samstarfs og árangurs frá því þegar ég kenndi efnið sem innri þjálfari FranklinCovey bæði hjá Marel og Controlant. Ég hlakka til að hjálpa öðrum að nýta þau tæki og tól sem verkfærakista FranklinCovey hefur upp á að bjóða til að skapa sameiginlegt tungumál trausts og árangurs“ segir Auðbjörg.
„Mér þykir einstakt að fá tækifæri til að styðja við raunverulegar framfarir innan skipulagsheilda með aðferðum sem byggja á traustum grunni reynslu og rannsókna ásamt því að vinna með mögnuðu teymi FranklinCovey“ segir Vilborg Arna.
... Sjá meiraSjá minna
Ég er svo heppinn að þekkja þessar báðar. Take my money!
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey umbreytir vinnustöðum með því að byggja framúrskarandi leiðtoga, teymi og menningu sem skila byltingarkenndum árangri. ... Sjá meiraSjá minna
Magnað tækifæri til að virkja áhrifaríkt og skemmtilegt verðlaunanámsefni og sérsniðnar lærdómsvegferðir til aukins árangurs allra. Íslenskur vettvangur sem ýtir undir frammistöðu, hvatningu og helgun starfsfólks. ... Sjá meiraSjá minna
FranklinCovey á Íslandi óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með óskum um gæfuríkt komandi ár. Við þökkum kærlega fyrir ánægjulegar stundir og samstarf á árinu sem er að líða. ... Sjá meiraSjá minna
Gleðilegan dag íslenskrar tungu!
Vertu með okkur á spennandi vegferð vaxtar.
franklincovey.is/impact-platform/
... Sjá meiraSjá minna
Í síðastliðinni viku hélt FranklinCovey tvo velheppnaða viðburði undir nafninu Gull í mund. Viðburðirnir voru vel sóttir þar sem lífleg umræða myndaðist um áhrif gervigreindar á vinnustaði og samfélög. Einnig var kynntur til leiks nýr vettvangur vaxtar, Impact Platform.
Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir frá viðburðinum á þriðjudag:
franklincovey.is/impact-platform/
... Sjá meiraSjá minna