LEIÐTOGINN Í MÉR
Leiðtoginn í mér (The Leader in me) er umbreytingarferli FranklinCovey fyrir skóla til að auka árangur nemenda, kennara og samfélagsins.
LEIÐTOGINN Í MÉR
Ímyndaðu þér heim þar sem hlúð er að forystuhæfileikum og ábyrgð hvers barns og lögð er áhersla á að rækta og þróa leiðtogaeiginleika þess óháð félagslegri eða fjárhagslegri stöðu, menntun, heimilisaðstæðum eða bakgrunni. Þekkingarsamfélag okkar kallar eftir næstu kynslóð leiðtoga sem skapa jákvæðar breytingar, hvetja aðra til að hugsa öðruvísi, viðra sýnar skoðanir af virðingu og festu, hvetja til framfara, og bæta stöðugt heiminn…
Færum nemendum þau viðhorf og færni
sem þau þurfa í verkefnum okkar tíma
Börn eru einstök og þróa með sér getu til sjálfsöryggis og þroska, en þau þurfa meira en eingöngu fræðin. Þau þurfa að tileinka sér nauðsynlega félagslega og tilfinningalega færni til að blómstra í okkar þekkingarsamfélagi.
Við styðjumst við sannreyndar aðferðir og alþjóðleg lögmál.
Leiðtoginn í mér umbreytir skólum í samstarfi við kennara, nemendur og foreldra og færir börnum á öllum aldri færni og forystu sem til þarf til að blómstra á 21. öldinni. Nálgunin byggir á grunni lögmála og færni persónulegs árangurs og framfara í samskiptum og á vinnustöðum. Við trúum því að hvert barn býr yfir einstökum styrkleika og hefur getuna til að leiða sjálft sig og aðra til árangurs.
Leiðtoginn í mér aðstoðar nemendur við að auka sjálfstraust, sýna frumkvæði, vera virk, skipuleggja sig, setja og ná markmiðum, klára heimavinnuna, forgangsraða, stjórna tilfinningum sínum, sýna tillit , tjá sig með áhrifaríkum hætti, leysa ágreining, finna skapandi lausnir, virða fjölbreytileika og ólíkar skoðanir og finna jafnvægi. Þessi lífsleikni færir börnum á öllum aldri getu, viðhorf, færni og traust til að blómstra í skóla og lífinu sjálfu.
Leader in Me hófst í einum skóla í Norður Karólínu og hefur dreifst til þúsunda skóla í fleiri en 80 löndum um allan heim.
"Just as we develop our physical muscles through overcoming opposition - such as lifting weights - we develop our character muscles by overcoming challenges and adversity. "
-STEPHEN COVEY
Leiðtoginn í mér (Grunnskólar)
Uppgötvaðu hvernig tímalaus og tímanleg lögmál geta haft áhrif á árangur þinn.
Leiðtoginn í mér er ferli sem byggir á rannsóknum um hvernig megi umbreyta menningu skólasamfélags til að efla félagslega færni nemenda, auka tilfinningagreind og færni í mannlegum samskiptum.
Leiðtoginn í mér byggir á núverandi kjarnastarfi skólans við að bæta námsárangur, virkja viljann til að taka þátt í leik og starfi og síðast en ekki síst bera ábyrgð á eigin lífi og líðan. LÍM er heildrænt umbreytingarlíkan fyrir skóla sem virkar líkt og stýrikerfi tölvu, þ.e. það bætir frammistöðu allra annarra þátta og smitar út frá sér jákvæðni, kjarki og þrautseigju til allra hlutaðeigandi. LÍM samþættir sannreynd gildi forystu og skilvirkni inn í námsskrá skólans með notkun almenns tungutaks og hagnýtra verkefna sem hæfir aldri nemenda og allir skilja. Sameiginlegt tungumál gerir öll samskipti, umfjöllun og úrlausn daglegra viðfangsefna einfaldari og skemmtilegri.
Skólastjórnendur sjá marktækan mun á mikilvægum þáttum í skólastarfi: Námsárangur eykst, einelti minnkar, agavandamálum fækkar, foreldrasamstarf eykst auk þess sem kennarar og nemendur vinna betur saman sem einfaldar samskipti og minnkar vinnuálag kennara. LÍM er hvorki atburður né námsefni, heldur leiðtogaþróun sem felur í sér fullkomna samþættingu við allt starf í skólans.
Leiðtogaþjálfunin verður órjúfanlegur þáttur af deginum og einfaldar kennsluna, dýpkar skilning nemenda og eykur áhuga þeirra, þátttöku og hluttekningu. Kennarar eru sammála um ágæti LÍM: „Þetta snýst ekki um að gera enn einn hlutinn, heldur um að gera það sem þú gerir nú þegar með betri hætti“.
Leiðtoginn í mér sækist eftir því að:
-
Skapa menningu trausts og stöðuga umbóta.
-
Eykur getu nemenda til að stjórna eigin lífi og vinna vel með öðrum.
-
Færir nemendum verkfæri til að ákveða og ná markmiðum.
-
Ræktar sjálfstraust og rödd einstaklingsins.
Leiðtoginn í mér (Miðstig)
Uppgötvaðu hvernig tímalaus og tímanleg lögmál þjóna árangri í dag og til framtíðar.
Undirbúum nemendur fyrir háskóla, störf og lífið.
Byggt á sömu gildum og verkfærum og 7 venjur til árangurs; sérhannað efni Leader in Me fyrir miðstig (framhalds og háskóla) þjónar árangri nemenda, kennara og skóla.
Aðrir áhugaverðir valkostir
Lausnir sem þjóna ykkar þörfum.
7 venjur fyrir káta krakka | KISTA FYRIR FJÖLSKYLDUR
Venjur eru eins og góðir vinir: miklir áhrifavaldar í lífi okkar. Þær geta sagt til um hversu miklum eða litlum árangri við náum. Tilgangur 7 venja kátra krakka er að aðstoða þig og þína að að lifa lífi af sönnum tilgangi, árangri og ánægju. Þessar einföndu en áhrifamiklu lífsvenjur hafa um aldir alda lagt grunninn að persónulegum og samfélagslegum vexti fólks um allan heim og hafa varanleg og tafarlaus áhrif á líf og störf barna og fullorðinna.
SKOÐA BETUR
Leiðtoginn í mér | LEIKSKÓLAR
Lífsleikni fyrir leiðtoga á öllum aldri. Sjö skemmtilegar sögur með verkefnum og hugleiðingum fyrir lífstíð! Einstök bók fyrir öfluga krakka, flotta foreldra og fyrirmyndar afa og ömmur. Sjö fallega myndskreyttar sögur varpa ljósi á hvernig börn geta tekið við stjórninni á lífi sínu, forgangsraðað með stæl og fundið jafnvægi.
SKOÐA BETUR
Leiðtoginn í mér | ÞEKKINGARBRUNNUR LÍFSLEIKNI
Þekkingarbrunnurinn er hannaður með hliðsjón af þroska, færniþáttum, áskorunum og ólíkum miðlum innan og utan kennslustofunnar. WWW.LEADERINME.COM er hafsjór af handbókum og kennsluáætlunum fyrir kennara á öllum skólastigum, verkefnum fyrir nemendur og fjölskyldur og stafrænu námi. Að auki er innbyggt í kerfið árangursmælingar fyrir nemendur, foreldra og starfsmenn. Leiðtoginn í mér er rökrænt, vel skipulagt ferli sem hjálpar skólum að hanna á virkan hátt menningu sem endurspeglar sýn þeirra um fyrirmyndarskólastarf.