4 skref til að Skerpa á og hrinda markmiðum í framkvæmd – Fylgdu einfaldri formúlu
Of margir stjórnendur setja óljós markmið—t.d. að bæta tryggð viðskiptavina (customer retention) — sem gerir að verkum að teymi þeirra eru óviss um hversu vel þeim gengur eða jafnvel að hverju þau eru að vinna. Einföld formúla, úr lausninni 4 grunnstoðir innleiðingar stefnu (The 4 Disciplines of Execution), veitir þér öfluga leið til að koma auga á „hvar þú ert í dag, hvert þú vilt fara og frestinn til að ná því markmiði“. Ef þú notar þessa formúlu til að ræða um markmið með skilmerkilegri og mælanlegri hætti þá verður auðveldara að skilja og miðla markmiðum.