Vertu þinn eigin breytingarstjóri: 5 „self- coaching“ spurningar
Sem leiðtogi hefur geta þín til að aðlagast nýjum og breytilegum aðstæðum mikil áhrif á persónulegan árangur þinn og árangur teymis þíns. Til allrar hamingju er aðlögunarhæfni ekki eitthvað sem þú annað hvort hefur eða hefur ekki; það á við um þessa færni eins og aðrar, að unnt er að þróa hana með sér. Eftirfarandi spurningar eru hannaðar til að hjálpa þér að greina núverandi nálgun þína við breytingar og tileinka þér árangursríkt hugarfar sem gerir þér kleift að blómstra við nýjar aðstæður. Bónus: Þú getur einnig notað spurningarnar til að þjálfa teymi þitt.