7 VENJUR ÁRANGURSRÍKRA STJÓRNENDA®
NAUÐSYNLEG FÆRNI OG VERKFÆRI TIL AÐ LEIÐA FÓLK OG TEYMI TIL ÁRANGURS
![7 habits for managers 7 habits for managers](https://gamli.franklincovey.is/wp-content/uploads/2018/04/7h-leader-manager-cutout-cmprsd-1024x694.png)
7 VENJUR ÁRANGURSRÍKRA STJÓRNENDA
Margir fá framgang í starfi og eru valdir í stjórnunarstöður á grunni sérþekkingar sinnar. Þau eiga hinsvegar oft erfitt með að rísa úr hlutverki sérfræðings í að bera ábyrgð á árangri annarra.
Venjur þínar ákvarða þína arfleið.
7 venjur árangursríkra stjórneda® byggir á grunni The 7 Habits of Highly Effective People en er sniðið að viðfangsefnum stjórnenda.
Náðu framúrskarandi árangri með útsjónarsemi og frumkvæði. Ræktaðu ábyrgð og árangur allra. Nýttu áhrif, tungutak og virkni hópsins til aukinnar frammistöðu.
Venja 2: Í upphafi skal endinn skoða®
Sæktu fram af festu og tilgangi. Þekktu þitt framlag og settu skýr markmið í takt við stefnu. Virkjaðu hópinn með því að skilgreina árangur áður en verkið hefst – hvort sem það er fundur, kynning, verkefni, nýsköpun, starf eða líf.
Einblíndu á að hrinda í framkvæmd mikilvægustu markmiðunum og útlokaðu tímaþjófa, sem eru ekki mikilvægir, en kalla á athygli þína. Nýttu aðferðir tímastjórnunar til aukins árangurs.
Leiddu teymi sem eru hvött til frammistöðu á grunni sameiginlegra væntinga og skýrrar ábyrgðar. Byggðu sambönd á grunni trausts og sameiginlegs hags.
Venja 5: Skilja fyrst. Miðla svo.®
Hafðu áhrif á aðra með því að þróa skilning á þeirra afstöðu. Beittu skilningsríkri hlustun og áhrifaríkum leiðum til samskipta. Virkjaðu mátt endurgjafar og hreinskiptni.
Nýttu nýstárlegar leiðir til að leysa áskoranir, vinna að nýsköpun og virkja alla til skapandi samstarfs. Virkjaðu styrk hvers og eins og fjölbreytileika hópsins í leit að nýjum leiðum.
Ræktaðu framlag hvers og eins með því að leysa úr læðingi styrk, getu, ástríðu og gleði allra í hópnum. Hlúðu að eigin velferð og velferð liðsmanna.
Áskorunin
Eru stjórnendur þínir alvöru leiðtogar?
![shutterstock_730527148 teymi samvinna viðburðir](https://gamli.franklincovey.is/wp-content/uploads/2019/04/shutterstock_730527148-1024x643.jpg)
Færðu stjórnendum þínum aðferðirnar, ábyrgðina og valdið til að leiða teymi.
Vinnustofan er skemmtileg og hagnýtt ferli sem ræktar grundvallaratriði öflugra stjórnunarhæfileika. Um er að ræða einstaka nálgun við þróun stjórnenda sem hjálpar þeim að fara frá því að ná góðum árangri til þess að ná framúrskarandi og varanlegum árangri með því að forðast að:
-
Stjórna öðrum áður en þau sýna forgöngu með því að stjórna sjálfum sér.
-
Stjórna fólki í stað þess að gefa því svigrúm til að stjórna sér sjálft með hliðsjón af sameiginlegum væntingum.
“70% of today’s top performers lack critical attributes essential for their success in future roles.”
-FRANKLINCOVEY STUDY
LAUSNIN
Tileinkaðu þér venjurnar—uppskerðu árangur.
Fagnaðu sannreyndum lögmálum The 7 Habits for Managers® til að færa þínum vinnustað grunnfærni og verkfæri til að leiða teymi á grunni menningar árangurs.
Vinnuferli 7 venja árangursríkra stjórnenda byggir á alþjóðlegu metsölubókinni The 7 Habits of Highly Effective People . Hver venja einblínir á viðfangsefni stjórnenda á þekkingaröld: að stjórna sjálfum sér og leiða aðra til árangurs.
![col-GettyImages-748346771 copy-cmprsd](https://gamli.franklincovey.is/wp-content/uploads/2018/04/col-GettyImages-748346771-copy-cmprsd.png)
Niðurstaðan
Uppgötvaðu tímalaus og tímanleg gildi árangurs.
![GettyImages-691574517-cmprsd](https://gamli.franklincovey.is/wp-content/uploads/2018/04/GettyImages-691574517-cmprsd.png)
Upplifun og árangur.
-
Náðu einstökum árangri á þeim sviðum sem skipta þig mestu máli.
-
Þróaðu með þér árangursdrifið hugarfar.
-
Útilokaðu orku- og tímaþjófa – hagnýttu snjallar aðferðir tímastjórnunar.
-
Leiddu teymi í átt að árangri með sameiginlegt ferli ábyrgðar.
-
Skapaðu andrúmsloft skilvirkrar endurgjafar og samskipta.
-
Leystu vandamál með skapandi og nýstárlegum hætti.
-
Virkjaðu hæfileika og ástríðu hvers og eins í teyminu.
Aðrir áhugaverðir valkostir
Lausnir sem þjóna ykkar þörfum.
7 venjur | GRUNNUR
Færðu öllum starfsmönnum nýja færni í að stjórna sjálfum sér og vinna í teymum. Einsdags vinnustofa fyrir alla starfsmenn til að byggja menningu árangurs. Lífsfærni á sviði ábyrgðar, áhrifa, markmiðasetningu, forgangsröðunar, samninga, samskipta, nýsköpunar og orkustjórnunar.
SKOÐA BETUR
7 venjur | LEIÐTOGAR
Efldu færni leiðtoga þinna í að leiða fólk með því að einblína fyrst á eigin forgöngu síðan á að leiða teymið. Ný viðhorf, færni og verkfæri með 7 venjum árangursríkra leiðtoga. Þriggja daga vinnuferli ætlað verðandi og vaxandi leiðtogum á öllum stigum.
SKOÐA BETUR
7 venjur | MENNING
Auktu skilning og virkni menningar árangurs á grunni venjanna 7 með einsdags vinnuferli fyrir leiðtoga á öllum stigum. Upprifjun, markþjálfun, framkvæmd stefnu og þjálfun innri þjálfara.