Endilega kynntu þér leiðir sem þinn vinnustaður getur nýtt til að fjármagna þjálfun starfsfólks með FranklinCovey. Hægt er að nálgast ýmsa starfsmenntastyrki sem nýta má á námskeiðum og vinnustofum okkar til að stuðla að bættri frammistöðu, aukinni framleiðni og öflugri vinnustaðamenningu.
Starfsmenntasjóður
Fyrirtæki sem greiða iðngjald í starfsmenntasjóð eiga rétt á fræðslustyrk til námskeiðahalds og þjálfunar fyrir starfsfólk.
Sprotasjóður
Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá.
Lýðheilsusjóður
Lýðheilsusjóður er stofnaður á grunni fyrrum Forvarnasjóðs og markmið hans er að styrkja lýðheilsustarf.
Áttin
Liti yfir fyrirtæki sem greiða iðgjald í starfsmenntasjóði/-setur og geta sótt um styrki til námskeiðahalds fyrir starfsmenn sína eða vegna námskeiða sem starfsmenn sækja.
Kennarasamband Íslands
Endurmenntunarsjóðir aðildarfélaga KÍ veita styrki til einstaklinga og/eða hópa til endurmenntunar samkvæmt reglum um starfsemi hvers sjóðs fyrir sig.
Ríkismennt
Þróunar-og símenntunarsjóður starfsmanna ríkisins á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands (SGS).
Starfsmennt
Starfsmennt styður færniþróun opinberra starfsmanna svo þeir séu betur í stakk búnir til að takast á við fjölbreytt verkefni og breytingar í starfsumhverfi.
Starfsafl
Veitt er allt að 90% endurgreiðsla af kostnaði vegna starfstengdra námskeiða fyrir félagsmenn.
Stéttarfélög
Flestir greiða í starfsmenntasjóð og eiga því rétt á menntastyrk frá sínu stéttarfélagi. Endilega kynntu þér starfsmenntasjóð hjá þínu stéttarfélagi til að nálgast frekari upplýsingar um þín réttindi.
Listinn er ekki tæmandi.