Skráning á fjarnámskeið fyrir fjölskyldur
Leiðtogar landsins verða til á heimilum landsins. Þekkingarsamfélag okkar kallar eftir næstu kynslóð leiðtoga sem skapa jákvæðar breytingar, hvetja aðra til að hugsa öðruvísi, viðra sýnar skoðanir af virðingu og festu, hvetja til framfara, og bæta stöðugt heiminn.
Við kynnum til leiks skemmtilegt og áhrifaríkt efni til að rækta grunngildi árangurs – hjá börnum og fjölskyldum. Leiðtoginn í mér aðstoðar börn á öllum aldri við að auka sjálfstraust, sýna frumkvæði, vera virk, skipuleggja sig, setja og ná markmiðum, klára heimavinnuna, forgangsraða, stjórna tilfinningum sínum, sýna tillit, tjá sig með áhrifaríkum hætti, leysa ágreining, finna skapandi lausnir, virða fjölbreytileika og ólíkar skoðanir og finna jafnvægi. Þessi lífsleikni færir börnum á öllum aldri getu, viðhorf, færni og traust til að blómstra í skóla og lífinu sjálfu.
Taktu fyrstu skrefin á ykkar vegferð á fjölskyldustund FranklinCovey sem innifelur 2 íslenskar bækur, stafrænan þekkingarbrunn og örvinnustofu.