LEIÐTOGAÞJÁLFUN - ÁHRIFAMIKLAR LAUSNIR
FRAMÚRSKARANDI FORGANGA Á HVERJU SVIÐI
FLETTA NEÐAR
OKKAR NÁLGUN
Leiðtogar eru lykillinn að árangri
Við aðstoðum vinnustaði við að þróa leiðtoga á þremur stigum: Að leiða sjálfa(n) mig. Að leiða teymið mitt. Að leiða aðra leiðtoga.
Leiðtogar sem hafa kjarkinn og þrautseigjuna til að umbreyta lífi sínu, til að bæta teymi sín og til að efla vinnustaði sína eru dæmi um forgöngumenn sem ná vaxandi frammistöðu aftur og aftur. Þau leiða sjálf sig og aðra til árangurs.
Lærðu hvernig þú getur náð fram helgun liðsmanna þinna með því að einblína á vöxt einstaklinga.
Leiðtogaþjálfun er nauðsynlegur þáttur til að viðhalda forystu í okkar þekkingarsamfélagi. Lausnir okkar á sviði stjórnunar og forystu munu færa þér þekkingu og færni til að hætta að stýra og hefja það göfuga verkefni að leiða aðra til árangurs. Þitt framlag í lífi, starfi og samfélagi skiptir sköpum.
LAUSNIR OKKAR Á SVIÐI FORYSTU OG STJÓRNUNAR
Mótaðu leiðtoga morgundagsins.
7 venjur til árangurs - persónuleg forysta
Leggur grunninn að persónulegum árangri og árangri í samstarfi. Tímalaus gildi. Tímanleg lausn. Auktu framleiðni þína og frammistöðu, finndu jafnvægi, þróaðu þroska til að vinna með öðrum á grunni ábyrgðar og tilgangs.
Menning árangurs með 7 venjum til árangurs
Hannað til að hjálpa leiðtogum að byggja og þróa árangursrík teymi. Stjórnendur fá hagnýta þjálfun í að nýta eigin forgöngu og markþjálfun til að efla fólk og fyrirtæki.
7 venjur árangursríkra stjórnenda
Færir stjórnendum nýja færni og viðhorf í að leiða fólk til árangurs, með því að einblína fyrst á hver stjórnandinn ER og síðan hvað hann GERIR. Verksmiðja fyrir verðandi og vaxandi leiðtoga.
7 venjur til árangurs: Grunnur
Færðu framlínustarfsfólki sjálfstraust og betur skilgreinda ábyrgð með nýrri þekkingu, færni og verkfærum til að taka á áskorunum í lífi og starfi. Betri liðsmenn. Betri lið.
Leggur grunninn að farsælli vegferð æðstu stjórnenda til stöðugra framfara og vaxandi árangurs.
Nýsköpun og stöðugar framfarir
Nýsköpun er ekki munaður. Í okkar heimi er nýsköpun nauðsyn – og ekki bara fyrir æðstu stjórnendur eða teymið í vöruþróun.
6 færniþættir framlínustjórnenda
Hlutverk og áhrif framlínustjórnenda kallar á afburðarfærni í að vinna með fólki, stjórna teymum og leiða breytingar.
Við erum í heimsreisu með nýjan lærdóm um leiðtoga og árangur. Vertu með okkur á örvinnustofu á Íslandi.