FRAMKVÆMD STEFNU - ÍTAREFNI
AÐ KOMA STEFNUMARKANDI BREYTINGUM Í FRAMKVÆMD - NÁNAR UM 4DX
FLETTA NEÐAR
4DX KEMUR ÖLLUM Á ÁFANGASTAÐ.
Frá orðum til athafna til árangurs.
DÆMISÖGUR (CASE STUDIES)
UM FARSÆLA INNLEIÐINGU STEFNU
Einföld, skemmtileg og áhrifarík aðferð við að hrinda stefnu í framkvæmd.
Kynntu þér hvernig 4DX gæti nýst í ykkar sókn.
4 grunnstoðir innleiðingar stefnu (4DX) hjá Marriott
Marriott hótelkeðjan hefur nýtt 4DX aðferðafræðina um allan heim til að ná fram einstökum árangri í rekstri. Hefðbundin innleiðing felst í þjálfun stjórnenda sem miðar að því að leiðtogar öðlist færni í því að ná fram stefnumarkandi breytingum mitt í hvirfilvindi daglegra starfa.
4DX Stýrikerfi árangurs - 4DX Strategic Operating System
Hannað sem sjálfsnámstæki til að aðstoða einstaka leiðtoga til að innleiða aðferðina með sínum teymum. Aðgengilegt, einfalt og yfirgripsmikil kerfi til að vakta árangur við innleiðingu stefnu og til að hvetja kerfisbundið teymi til að snúa orðum í athafnir.
Framúrskarandi og viðvarandi árangur hjá Opryland
Opryland ráðstefnusetrið nýtir 4Dx aðferðafræðina til að virkja stöðugan og stígandi árangur allra teyma. Með því að skerpa á fókus deilda, samtilla sýn allra stjórnenda og sýn stefnu og forgangsverkefnum tryggð hefur Opryland náð einstökum árangri.
4DX hjá Þjónustu Orkuveitu Reykjavíkur
- enn eitt kerfið?
Orkuveitan í Reykjavík nýtir 4Dx til að sameina leiðtoga félagsins um stefnu og sókn. Áhrifarík nálgun til að hrinda forgangsverkefnum í framkvæmd og virkja teymi til aukins árangurs. „Allir vinna saman…skemmtilegt…hópurinn vinnur saman… verkin dreifast jafnt og þétt…smá keppni í vinnunni…stemmning…“
4DX í verki hjá Dekalb heilbrigðisstofnuninni
Aukin ánægja skjólstæðinga, meiri gæði og aukin kostnaðarvitund á sjúkrahúsi Dekalb Medical. Frá botni þjónustukannanna á toppinn með virkri þátttöku allra á grunni 4DX. Samstíga sókn fagfólks í átt til árangurs. Hvernig færum við loksins mælikvarðana í rétta átt?
Þekkt fyrir framúrskarandi árangur meðferðar, þá tóku stjórnendur Gwinnett Medical Center ákvörðun um að nýta 4DX aðferðafræðina til að auka ánægju skjólstæðinga þegar ný sjúkrahúsálma var reist. Sjúkrahúsið hefur nýtt 4DX til að bæta klínískan árangur sem og ánægju sjúklinga þrátt fyrir hvirfilvind daglegra verkefna.