Endurmenntunareiningar (CEU)
Endurmenntunareiningar (Continous Education Units) á námskeiðum FrankinCovey
Hér finnur þú upplýsingar um þær vinnustofur FranklinCovey sem eru viðurkenndar til að gefa endurmenntunareiningar (Continuous Education Units). Á vefsvæðinu má einnig finna upplýsingar um tækifæri til endurmenntunar flokkuð eftir atvinnugreinum. Fyrir neðan eru svör við nokkrum algengum spurningum um þau tækifæri sem við bjóðum upp á til endurmenntunar. Nánari upplýsingar eru einnig fáanlegar í töflu FranklinCovey yfir viðurkenndar vinnustofur hér: FranklinCovey Accredited Workshops & Hours chart.
Hvað er endurmenntunareining (Continuing Education Unit [CEU])?
Endurmenntunareining er stöðluð mælieining sem notuð er til að mæla magn endurmenntunar og ávinning þjálfunar sem gagnast ýmsum aðilum, aðgerðum og tilgangi á sviði endurmenntunar.
Hvaða vinnustofur gefa endurmenntunareiningar?
Allar vinnustofur FranklinCovey fyrir almenning gefa endurmenntunareiningar í samræmi við þann fjölda tíma við þjálfun sem um er að ræða. Fjölda veittra endurmenntunareininga má sjá í töflu FranklinCovey yfir viðurkenndar vinnustofur. Endurmenntunareiningar kunna að vera fáanlegar fyrir sérsniðnar vinnustofur fyrir þinn vinnustað. Áætlaðar stundir sérsniðinna vinnustofa má einnig finna í töflunni yfir viðurkenndar vinnustofur, en þar sem að þessar vinnustofur kunna að vera mismunandi m.t.t. tímalengdar og efnis eru einingar veittar á grundvelli hvers tilviks fyrir sig.
Hvernig get ég fengið endurmenntunareiningar?
Þátttakendur sem hafa áhuga á að fá endurmenntunareiningar fyrir nám sitt í vinnustofunni verða að skrá sig inn og út með notkun nemendalista (Continuing and Professional Education Roster) til að staðfesta að þeir voru viðstaddir. Þessi listi er síðan sendur aftur til FranklinCovey fyrir frágang skírteina. Endurmenntunarskírteini eru gefin út 4-6 vikum eftir vinnustofuna.