4 LYKILHLUTVERK LEIÐTOGA
ÁHRIFAMIKIL FORSKRIFT AÐ ÁRANGRI ÆÐSTU STJÓRNENDA
4 LYKILHLUTVERK LEIÐTOGA
Á hverjum degi taka leiðtogar óteljandi ákvarðanir og standa frammi fyrir áskorunum sem þau hafa aldrei tekist á við fyrr. Það sem virkaði í gær gæti breyst fyrirvaralaust. Hraðinn er miskunnarlaus, áhættan er mikil, en ávinningurinn er mikill fyrir þau sem geta leitt teymi sitt til árangurs.
Hvernig eiga þá leiðtogar að vera skrefinu á undan og aðgreina sig og teymin sín þegar breytingarnar eru jafn örar og raun ber vitni?
Áskorunin
Hefur teymið þitt tamið sér réttu venjurnar og viðhorfin?
Námskeiðið 4 lykilhlutverk leiðtoga felur í sér meira en hefðbundin leiðtogaþjálfun. Vinnustofan aðstoðar æðstu stjórnendur við að uppgötva hvernig vekja á traust og byggja upp trúverðugleika. Þátttakendur skilgreina sameiginlega skýran og sannfærandi tilgang, og vinna að því að skapa og samstilla kerfi til árangurs. Þannig má leysa úr læðingi hæfileika, ástríðu og árangur vinningsliðs. Leiðtogar sem verja kröftum sínum í að skapa stað þar sem fólk vill vera og leggja sitt besta af mörkum, hvað eftir annað, uppskera arfleið árangurs.
Leiddu þína leiðtoga til árangurs.
Lausnin
4 lykilhlutverk leiðtoga
Það eru fjögur hlutverk sem sannir leiðtogar nýta sér sem hafa marktækt forspárgildi um árangur. Við köllum þau nauðsynleg hlutverk; þeir sem meðvitað tileinka sér viðhorf og aðferðir vinnustofunnar, rækta næstu kynslóð leiðtoga og uppskera langtíma árangur.
01: Byggja traust
Vertu trúverðugi leiðtoginn sem aðrir kjósa að fylgja – á grunni karakters og færni.
02: Skapa sýn
Skilgreindu með skýrum hætti hvert teymið er að fara og hvernig það kemst þangað.
03: Framkvæma stefnu
Náðu stöðugum framförum með öðrum – af stefnufestu, takti og aga.
04: Leystu úr læðingi hæfileika
Þróaðu forystuhlutverk annarra til aukins árangurs, með aðferðum markþjálfunar.
"Trust is the confidence born of the character and competence of a person or an organization."
-STEPHEN COVEY
Innifalið:
-
360° mat á frammistöðu
-
Vönduð handbók þátttakenda
-
Aðgerðaráætlun
-
Fjarnámslotur
Ávinningurinn
Nýttu þér tímalaus og tímanleg gildi og lögmál til aukins árangurs.
Þróaðu leiðtoga sem nýta sér stöðugt sannreyndar aðferðir forystu til framfara.
-
Byggja traust, sem hefst á að rækta eigin karakter og færni.
-
Deila sameiginlegri sýn og stefnu, og miðla henni með svo áhrifaríkum hætti að aðrir kjósa að ganga til liðs við teymið á sameiginlegri vegferð.
-
Framkvæma stefnu og ljúka markmiðum, með og í gegnum aðra.
-
Þróa leiðtogahæfileika annara og bæta frammistöðu þeirra með stöðugri endurgjöf, hlustun, stuðningi og markþjálfun.