Franklin Covey á Íslandi
FranklinCovey er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði þjálfunar, ráðgjafar og rannsókna á árangri einstaklinga, liðsheilda og vinnustaða. Við virkjum framúrskarandi frammistöðu fólks og vinnustaða um allan heim. Lausnir FranklinCovey hafa þjónað árangri íslenskra vinnustaða um árabil og njóta mikillar virðingar og útbreiðslu í um 150 löndum.
Þjónusta FranklinCovey er á eftirfarandi sviðum: Leiðtogaþjálfun, Framleiðni, Framkvæmd stefnu, Þjónustustjórnun, Sölustjórnun, Traust, Menntun og Persónuleg forysta og árangur. Meðal þekktari lausna félagsins eru 7 venjur til árangurs (The 7 Habits of Highly Effective People), Innleiðing stefnu með 4DX (The 4 Disciplines of Execution), 5 valkostir til aukinnar framleiðni og velferðar (The 5 Choices to Extraordinary Productivity), Virði trausts (Leading at the Speed of Trust) og The Leader in Me fyrir skóla. Með AllAccessPass FranklinCovey gefst vinnustöðum tækifæri til að sérsníða þjálfun að ólíkum þörfum starfsmanna, þjálfa innri þjálfara og veita stjórnendum starfræna ráðgjöf.
Meðal viðskiptavina FranklinCovey eru 90% af Fortune 100 og 75% af Fortune 500 fyrirtækjum auk fjölda opinberra stofnanna og menntastofnana. Franklin Covey er skráð í kauphöllina í New York (NYSE: FC).
Nánari upplýsingar um FranklinCovey er að finna hér.
Vegferð ehf.
Vegferð ehf. er umboðsaðili FranklinCovey á Íslandi og fer með hlut í samnorrænu félagi leyfishafa FranklinCovey á Norðurlöndunum og víðar – Nordic Approch Leadership A/S.
Tilgangur félagsins er kennsla, námskeiðahald, stjórnendamarkþjálfun, kannanir, ráðgjöf, eignaumsýsla og önnur skyld starfsemi. Markmið félagsins er að þjóna atvinnulífinu með vönduðum lausnum FranklinCovey til aukins árangurs og farsællar vegferðar einstaklinga og vinnustaða.
Vegferð ehf.
Laugavegur 178, IS 105 Reykjavík
Kennitala: 560412-2070