LEIÐTOGINN Í MÉR FYRIR UNGT FÓLK
LEIÐTOGINN Í MÉR ER UMBREYTINGARFERLI FYRIR SKÓLA Á ÖLLUM STIGUM
SEM LEGGUR GRUNNIN AÐ JARÐVEGI ÁRANGURS FYRIR NEMENDUR, KENNARA OG SAMFÉLAG.
7 VENJUR TIL ÁRANGURS FYRIR UNGT FÓLK
Ræktum persónulega forystu og ábyrgð ungs fólks með skemmtilegri og áhrifaríkri nálgun.
Þekkingarsamfélag okkar kallar eftir næstu kynslóð leiðtoga sem skapa jákvæðar breytingar, hvetja aðra til að hugsa öðruvísi,
viðra sínar skoðanir af virðingu og festu, hvetja til framfara, og bæta stöðugt heimin.
7 venjur til árangurs leggur grunninn að forgöngu hvers og eins.
Færum nemendum þau viðhorf og færni
sem þau þurfa í verkefnum okkar tíma
Við styðjumst við sannreyndar aðferðir og alþjóðleg lögmál.
Leiðtoginn í mér umbreytir skólum í samstarfi við kennara, nemendur og foreldra og færir fólki á öllum aldri færni og forystu sem til þarf til að blómstra á 21. öldinni. Nálgunin byggir á grunni lögmála og færni persónulegs árangurs og framfara í samskiptum og á vinnustöðum. Við trúum því að hvert barn býr yfir einstökum styrkleika og hefur getuna til að leiða sjálft sig og aðra til árangurs.
Leiðtoginn í mér aðstoðar nemendur við að auka sjálfstraust, sýna frumkvæði, vera virk, skipuleggja sig, setja og ná markmiðum, klára heimavinnuna, forgangsraða, stjórna tilfinningum sínum, sýna tillit , tjá sig með áhrifaríkum hætti, leysa ágreining, finna skapandi lausnir, virða fjölbreytileika og ólíkar skoðanir og finna jafnvægi. Þessi lífsleikni færir börnum á öllum aldri getu, viðhorf, færni og traust til að blómstra í skóla og lífinu sjálfu.
Stuðst er við gagnvirkar æfingar, stafrænar lotur, verkefnabækur, húmor og myndbönd til að virkja sjálfstæði og stjórn nemenda á eigin lífi. Þátttakendur læra að byggja sambönd á virðingu og trausti, efla sjálfstraust og færni í samskiptum auk þess að auka árangur í námi og lífi.

7 venjur til árangurs fyrir ungt fólk er hagnýt leið fyrir kennara, skólastjórnendur og foreldra til að byggja upp sjálfstraust og samskiptafærni nemenda, efla námsárangur þeirra og draga úr agavandamálum innan skóla. Unnið er í fjórum sjálfstæðum þekkingarlotum til að undirbúa ungt fólk fyrir lífið.
Framtíðarfærni og lífsleikni fyrir ungt fólk
Nú sem aldrei fyrr reynir á nýjar leiðir til að þróa 21.aldar færni fólks á öllum aldri til að ná enn frekari árangri í námi, í starfi og í lífinu innan og utan kennslustofunnar.
Við hjá FranklinCovey leggjum metnað okkar í framúrskarandi nálgun til árangurs á öllum sviðum lífsleikni og framtíðarfærni, með lausnum sem nemendur og kennarar geta hagnýtt i kennslustofunni, í fjarnámi og á eigin forsendum.
"We have always been a high performing academic school. But I think we have taken a step from just good grades to having a great culture."
-Lorraine de Morales, Director at Colegio Suizo Americano in Guatemala
Leiðtoginn í mér (Miðstig)
Uppgötvaðu hvernig tímalaus og tímanleg lögmál þjóna árangri í dag og til framtíðar.

Undirbúum nemendur fyrir háskóla, störf og lífið.
Byggt á sömu gildum og verkfærum og 7 venjur til árangurs; sérhannað efni Leader in Me fyrir miðstig (framhalds og háskóla) þjónar árangri nemenda, kennara og skóla.
Aðrir áhugaverðir valkostir
Lausnir sem þjóna ykkar þörfum.

7 venjur fyrir káta krakka | KISTA FYRIR FJÖLSKYLDUR
Venjur eru eins og góðir vinir: miklir áhrifavaldar í lífi okkar. Þær geta sagt til um hversu miklum eða litlum árangri við náum. Tilgangur 7 venja kátra krakka er að aðstoða þig og þína að að lifa lífi af sönnum tilgangi, árangri og ánægju. Þessar einföndu en áhrifamiklu lífsvenjur hafa um aldir alda lagt grunninn að persónulegum og samfélagslegum vexti fólks um allan heim og hafa varanleg og tafarlaus áhrif á líf og störf barna og fullorðinna.
SKOÐA BETUR

Leiðtoginn í mér | GRUNNSKÓLAR
Ímyndaðu þér heim þar sem hlúð er að forystuhæfileikum og ábyrgð hvers barns og lögð er áhersla á að rækta og þróa leiðtogaeiginleika þess óháð félagslegri eða fjárhagslegri stöðu, menntun, heimilisaðstæðum eða bakgrunni. Þekkingarsamfélag okkar kallar eftir næstu kynslóð leiðtoga sem skapa jákvæðar breytingar, hvetja aðra til að hugsa öðruvísi, viðra sýnar skoðanir af virðingu og festu, hvetja til framfara, og bæta stöðugt heiminn…
SKOÐA BETUR
Leiðtoginn í mér | ÞEKKINGARBRUNNUR LÍFSLEIKNI
Þekkingarbrunnurinn er hannaður með hliðsjón af þroska, færniþáttum, áskorunum og ólíkum miðlum innan og utan kennslustofunnar. WWW.LEADERINME.COM er hafsjór af handbókum og kennsluáætlunum fyrir kennara á öllum skólastigum, verkefnum fyrir nemendur og fjölskyldur og stafrænu námi. Að auki er innbyggt í kerfið árangursmælingar fyrir nemendur, foreldra og starfsmenn. Leiðtoginn í mér er rökrænt, vel skipulagt ferli sem hjálpar skólum að hanna á virkan hátt menningu sem endurspeglar sýn þeirra um fyrirmyndarskólastarf.