7 VENJUR FYRIR KÁTA KRAKKA
LÍFSLEIKNI FYRIR LEIÐTOGA Á ÖLLUM ALDRI.
SJÖ SKEMMTILEGAR SÖGUR MEÐ VERKEFNUM OG HUGLEIÐINGUM FYRIR LÍFSTÍÐ!
7 VENJUR TIL ÁRANGURS FYRIR KÁTA KRAKKA
LÍFSLEIKNI FYRIR LEIÐTOGA Á ÖLLUM ALDRI.
SJÖ SKEMMTILEGAR SÖGUR MEÐ VERKEFNUM OG HUGLEIÐINGUM FYRIR LÍFSTÍÐ!
Einstök bók fyrir öfluga krakka, flotta foreldra og fyrirmyndar afa og ömmur. Sjö fallega myndskreyttar
sögur varpa ljósi á hvernig börn geta tekið við stjórninni á lífi sínu, forgangsraðað með stæl og fundið jafnvægi.
Færum nemendum þau viðhorf og færni
sem þau þurfa í verkefnum okkar tíma
Við styðjumst við sannreyndar aðferðir og alþjóðleg lögmál.
Leiðtoginn í mér færir fólki á öllum aldri færni og forystu sem til þarf til að blómstra á 21. öldinni. Nálgunin byggir á grunni lögmála og færni persónulegs árangurs og framfara í samskiptum og á vinnustöðum. Við trúum því að hvert barn býr yfir einstökum styrkleika og hefur getuna til að leiða sjálft sig og aðra til árangurs.
Leiðtoginn í mér aðstoðar lesendur við að auka sjálfstraust, sýna frumkvæði, vera virk, skipuleggja sig, setja og ná markmiðum, klára heimavinnuna, forgangsraða, stjórna tilfinningum sínum, sýna tillit , tjá sig með áhrifaríkum hætti, leysa ágreining, finna skapandi lausnir, virða fjölbreytileika og ólíkar skoðanir og finna jafnvægi. Þessi lífsleikni færir börnum á öllum aldri getu, viðhorf, færni og traust til að blómstra í skóla og lífinu sjálfu.
Stuðst er við gagnvirkar æfingar, stafrænar lotur, verkefnabækur, húmor og myndbönd til að virkja sjálfstæði og stjórn nemenda á eigin lífi. Þátttakendur læra að byggja sambönd á virðingu og trausti, efla sjálfstraust og færni í samskiptum auk þess að auka árangur í námi og lífi.


Í Eikarbæ er alltaf fjör. Hvort sem þú ert að spila fótbolta við Kvik Kanínu eða í garðvinnu með Lilju Skunk, allir eru góðir vinir sem eru sífellt að læra eitthvað nýtt. Þessar sjö fallega myndskreyttu sögur útskýra hvernig venjurnar 7 geta hjálpað okkur. Í gegnum krúttlegar persónur og skemmtilegar sögur kennir þessi bók börnum tímalaus gildi sem einnig koma fram í The 7 Habits of Highly Effective People. Börnin komast að því hvernig þau geta tekið við stjórninni í sínu lífi og afhverju jafnvægi er mikilvægt. Komdu með í Eikarbæ þar sem allir krakkar geta verið kátir krakkar, líka þú!
""The main thing is to keep the main thing the main thing."
- Stephen Covey
Aðrir áhugaverðir valkostir
Lausnir sem þjóna ykkar þörfum.
7 venjur fyrir káta krakka | KISTA FYRIR FJÖLSKYLDUR
Venjur eru eins og góðir vinir: miklir áhrifavaldar í lífi okkar. Þær geta sagt til um hversu miklum eða litlum árangri við náum. Tilgangur 7 venja kátra krakka er að aðstoða þig og þína að að lifa lífi af sönnum tilgangi, árangri og ánægju. Þessar einföndu en áhrifamiklu lífsvenjur hafa um aldir alda lagt grunninn að persónulegum og samfélagslegum vexti fólks um allan heim og hafa varanleg og tafarlaus áhrif á líf og störf barna og fullorðinna.
SKOÐA BETUR
Leiðtoginn í mér | GRUNNSKÓLAR
Ímyndaðu þér heim þar sem hlúð er að forystuhæfileikum og ábyrgð hvers barns og lögð er áhersla á að rækta og þróa leiðtogaeiginleika þess óháð félagslegri eða fjárhagslegri stöðu, menntun, heimilisaðstæðum eða bakgrunni. Þekkingarsamfélag okkar kallar eftir næstu kynslóð leiðtoga sem skapa jákvæðar breytingar, hvetja aðra til að hugsa öðruvísi, viðra sýnar skoðanir af virðingu og festu, hvetja til framfara, og bæta stöðugt heiminn…
SKOÐA BETUR
Leiðtoginn í mér | ÞEKKINGARBRUNNUR LÍFSLEIKNI
Þekkingarbrunnurinn er hannaður með hliðsjón af þroska, færniþáttum, áskorunum og ólíkum miðlum innan og utan kennslustofunnar. WWW.LEADERINME.COM er hafsjór af handbókum og kennsluáætlunum fyrir kennara á öllum skólastigum, verkefnum fyrir nemendur og fjölskyldur og stafrænu námi. Að auki er innbyggt í kerfið árangursmælingar fyrir nemendur, foreldra og starfsmenn. Leiðtoginn í mér er rökrænt, vel skipulagt ferli sem hjálpar skólum að hanna á virkan hátt menningu sem endurspeglar sýn þeirra um fyrirmyndarskólastarf.