FKA -Miðvikudagsmorgun – Ómeðvituð hlutdrægni
Ómeðvituð hlutdrægni (Unconscious bias) – er hugur þinn tær eða mengaður af fyrirfram ákveðnum (for)dómum?
Mannsheilinn þróar ósjálfrátt með sér ákveðna velþóknun og vanþóknun sem hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Ómeðvituð hlutdrægni hefur áhrif á hegðun okkar, viðbrögð okkar, helgun okkar og þannig árangur okkar. Ef þessi ómeðvitaða hlutdrægni (unconscious bias) fer framhjá okkur, eigum við á hættu að hugsa og haga okkur með hætti sem vanmetur og takmarkar okkur sjálf og aðra. Ef við hins vegar komum auga á þessa hlutdrægni og tökum á henni í daglegu starfi okkar með þeim ábendingum og aðferðum sem Guðrún Högnadóttir kynnir hér til leiks, munum við skapa vinnustað þar sem allir geta notið sín og lagt sitt besta af mörkum.
HVAR: Borgartúni 35, Hús atvinnulífins
HVENÆR: Miðvikudaginn 2. október
TÍMI: 8.30 – 9.30 og svo tengslamyndun frá 9.30 – 9.45
FKA Miðvikudagsmorgun eru fríir fyrir félagskonur – sem jafnframt geta boðið með sér vinkonu. Fundunum er streymt á lokaðri FB síðu FKA.
Skrá mig hér:
https://www.fka.is/um/a-dofinni/2019/10/02/eventnr/573